Korter í páska

Þrjátíu og fimm í sumarið!

Held ég takið því rólega um páskana. Borði góðan mat, slappi af og horfi sem minnst á tölvuskjá! Kannski ég hendi inn einni og einni færslu, hver veit. Ætli ég endi ekki á því að blogga um hverja örðu sem inn fyrir mínar varir fer! Ætla þó að reyna að hemja mig - hvíld og meiri hvíld.

Gleðidiskur

Gleðidiskur * 2

Jarðaber eru svo falleg og fín! Get ekki dásamað þau nóg!

Áferð, bragð, útlit - guuullfalleg greyin.

Svo svo fín

Síðustu járnrífingar fyrir páska á eftir. Annars fara súkkulaðidagarnir allir í hot yoga og jú, lappamisþyrmingar á laugardaginn.

Fyrir utan það - elsku bestu - hvíld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega elska hvernig þú horfir á mat!  Áferð, útlit, bragð - allt tekið með í reikninginn. Ástríðan skín í gegn...

Virkilega gaman að lesa bloggið þitt. Takk fyrir! Skyldulesning á hverjum degi 

Logi (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 15:03

2 identicon

Gleðilega páska og njóttu frísins

Hulda (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 18:55

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þakka ykkur bæði tvö

Elín Helga Egilsdóttir, 2.4.2010 kl. 17:45

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

...jú og sömuleiðis Hulda mín!

Elín Helga Egilsdóttir, 2.4.2010 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband