23.3.2010 | 12:10
Heitt jóga og 66°norður beint í trýnið
Voðaleg frekja er þetta í veðrinu!
Góður grauturinn í morgun. Þessi sami gamli góði einfaldi með hindberjum. Hindberin eru svo geigvænlega glæsileg svona frosin af einhverjum ástæðum - ekki það að þau séu það ekki fersk. Hindber eru góðber!
Svínalundir í hádeginu og vinnugrænmeti! Eins og ég hef áður sagt, þá er ég ekki mikil grísakerling en þetta var afskaplega, afskaplega fínt ét! Ketið mjúkt sem smjer. Reyndar var átvaglið orðið svo hungrað að samstarfsfólk var farið að hafa orð á óhljóðunum sem frá svartholinu komu! Svartholið verandi belgurinn á undirritaðri að sjálfsögðu. Sjáið bara matinn gott fólk! Gvöööð menn góður! Ég dey úr hamingju og fer til himna - helst þó í himneskt bakarí... ef það er til.... og ef það er hægt að leggja inn svoleiðis pantanir!
Að auki við þennan ofurglæsilega disk hér að neðan setti ég ofan í mig tvær kartöflur og nokkrar möndlur. Græðgispúkinn fór hamförum. Djísús - ég ætti að hengja þessa mynd upp á veginn heima!
Hryllilega flottir litir!
Er ég kannski ein um að vera "Dáðst að matnum mínum" perri?
Eins og máluð mynd!! Gleður mín sérlegu augu óstrjórnlega.
Fékk mér svo eina svona eðalkrúttubombu í eftirrétt! Hafrakaka frá því í gær - assgoti massagóðar þó ég segi sjálf frá! Ætla að gera annan skammt við tækifæri - hendi uppskriftinni vonandi inn í kvöld! Þær eru ennþá með knús og kram að utan, mjúkar og djúsí að innan.... mmhmm!
Kannski ágætt að minna sjálfan sig á það að ef halda á úti matarbloggi, þar sem einstaka myndir af höndum/puttum/lúkum eiga það til að láta ljós sitt skína, þá sé gott að vera með almennilega og vel snyrtar neglur!
Til að halda áfram að lista upp allar mínar "syndir" þá er ég með afgangs fisk frá því í gær sem ég ætla að gæða mér á í eftirmiðdaginn ásamt möndlum og almennri hamingju! Fiskiprinsfiskur í dilli og hvítlauk! Það, elsku bestu, er líka assgoti gott ét! Fiskur er kominn ansi nálægt því að vera uppáhalds ket sem undirrituð setur ofan í sig. Ekki í nema nokkurra millimetra fjarlægð frá fiðurfénu og beljunni!
Held að þessi dagur verði einn af "ofurátsdögunum". Þeir eru það reyndar allir en sumir dagar eru bara aaaðeins meira gúrmey en aðrir. Kvöldmaturinn segir til um hvort 23.03.2010 verði extra spes eða ekki.
Annað í fréttum:
- Hvítt súkkulaði Scitec prótein bíður mín aleitt og grátandi á pósthúsinu... ohmy! Sæki það á morgun. *tilhlökkunartryllingsdans* í bland við smá rúmbu! Hlakka til að smakka! (rímar og allt)
- Hot yoga í kvöld mín kæru!
- Njótið dagsins í botn og brosið út að eyrum
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Heilsdagsát | Breytt 24.9.2010 kl. 13:17 | Facebook
Athugasemdir
Hlakka til að heyra hvernig þú filar albinóa súkkulaðið frá Scitec. Let me know ;)
Ragnhildur Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 12:17
Ohhh.. get ekki beðið!! Náði ekki að sækja í dag - klæjar í skinnið!
Elín Helga Egilsdóttir, 23.3.2010 kl. 14:36
Já...tharna er margt og mikid á einum diski...hrátt og sodid. Ad losa sig vid 18 kg. er mjög gódur árangur.
En hvad segid thid um thessa glaesilegu konu sem léttist svakalega mikid á stuttum tíma. -50 kg.!!!
http://gurrabk.blog.is/blog/gurrabk/about/
Hungradur (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:42
ooooo...ég get ekki beðið eftir hafraköku uppskriftinni. ÉG bjó til eitthvað þannig um daginn frá þér....með hörfræum! Jummmmííí, een of mikið af hörfræum.....well; it was interesting! En kökurnar voru góðar, það voru þær!
inam (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 16:03
segi það sama og ragga.. gaman að heyra hvernig hvíta súkkulaði próteinið kemur út. þarf einmitt að fara að panta mér annan skammt:)
Heba Maren (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 21:22
mig langaði að spurja þig í sambandi við ultratone.. er þetta 10 tíma kort sem þú kaupir eða stakir tímar bara ? hvað kostar í þetta?
mig hefur alltaf langað að prufa þetta, hlakka til að sjá hvernig þér líkar þetta ;)
begga (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 21:22
Maturinn þinn er alltaf svo fallegur. :)
Kristín (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 21:25
Hungraður: Já, Guðríður er sko svakaleg! Þvílíkt eðal-kraftakvendi. Meiriháttar staðfesta og æðislegur árangur! Stórkostlegt!!
Inam: Kökurnar koma inn í kveld eða á eftir. Hörfræin geta skemmt, ég myl kvikindin alltaf niður og blanda þeim lymskulega samanvið!
Heba Maren: Eftir æfingu í dag - óguð - 7 tímar þangað til!
Begga: Já, 10 tíma kort - mismunandi eftir því hvert þú ferð hvað kostar reyndar. Hafnafjörðurinn er t.d. með páskátilboð á 17500. Svakalega dýrt engu að síður! Sérstaklega ef þetta gerir ekkert fyrir þig!
Kristín: Hihh.. grænmetið gerir allt svo gvöðdómlegt. Takk fyrir
Elín Helga Egilsdóttir, 24.3.2010 kl. 10:40
Sæl ungfrú matarperri
Minns er hlunkur nýbyrjaður í átaki og rakst á síðuna þíns fyrir nokkrum mánuðum! Ég kíki alltaf reglulega og elska að lesa um eldheita ást þína á mat og hvað þá á hollum mat!
Þar sem minns opnaði sitt einstaka fitubollublogg í gær vildi ég spurja hvort að mér leyfist að setja hlekk á þig frá síðunni minni!??? - Ég er nefnilega svo vel upp alin sjáðu til!
Einvera (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 14:19
Guð minn almáttugur já. Að sjálfsögðu Þetta kallar maður mannasiði fyrir allan peninginn!
Æðislegt að heyra með átakið þitt og bloggið þitt er æði. Fyrsta skrefið er alltaf erfiðast og þú ert svo sannarlega búin að stíga það... snillingur!! Maður fyllist eldmóð og ofurkrafti kona! Gangi þér stórkostlega vel og vonandi líkar þér gumsið hérna á síðunni!
Kannski það sé hægt að búa til svona matarbloggsátaksgrúppur - stuðningur ofl. Það væri æði að sjá fleiri með eitthvað svipað!
Elín Helga Egilsdóttir, 24.3.2010 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.