Einfalt, já takk

Ég held ég ætli bara ekki að jafna mig á þessari jóla-hát-tíð. Einfalt er best þessa dagana og þannig verður það líklegast eitthvað áfram.

Steikt hakk, salt, pipar og sæt kartafla. Ekkert meira, ekkert spennandi - og ákkúrat það sem ég vildi.

Hakk og sæt kartafla

Það er ekki einusinni hægt að taka girnó mynd af þessu! Herre gud!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ella Helga, þú ert snillingur! Ég er búin að lesa bloggið þitt "spjaldanna" á milli og elska það! Gerði í kvöld túnfisks- og sætkartöflubuffin og er með bros milli beggja eyrna :) Takk kærlega fyrir að standa í þessu, ég er hér með orðin fíkill í þennan lestur!

Fanney Dóra (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 19:47

2 identicon

Hjálp snillingur - viltu gefa mér góðar hugmyndir (og jafnvel hlutföll) af kryddi fyrir hakk - elska t.d. tortilla/taco-dufts krydd en langar að gera svoleiðis sjálf.

Ákvað að leita beint til 'upprunans' og fá hugmyndir ;)

 og takk aftur fyrir allar brilliant hugmyndirnar ;)

R (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:31

3 identicon

Sæl Ella Helga,

 Mig langaði að forvitnast hvar hægt sé að kaupa eggjahvítur?

 Bloggið þitt er fastur liður í netvafrinu. Skemmtilegt og fróðlegt! :)

Lesandi (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 14:22

4 identicon

Sæl Ella Helga,

mig langar að spyrja varðandi eggjahvítur, ég var komin með móral að vera alltaf að henda 10 eggjarauðum eftir að hafa keypt eggjabakka, svo nú keypti ég stóran brúsa:) Hvernig er það, klárar þú 2,5l brúsa á 7 dögum sem er endingartíminn?? er í lagi að frysta hluta þeirra? einhver ráð?

takk aftur fyrir flott blogg,

Anna

Anna (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 20:19

5 identicon

Sæl, hvað miðar þú við mikið af sætum og kjöti í einum skammti, 120 gr?

Erna (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 20:21

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Fanney Dóra: Bestu þakkir. Þú er yndi

R: Herre gud. Ég er svo mikill dassari. Yfirleitt ef ég er að krydda eitthvað þá prófa ég mig bara áfram. Fyrir t.d. taco krydd þá væri sniðugt að nota slatta af niðurskornum lauk og kannski hvítlauk, svolítið af chilli,  jafn mikið magn cumin, papriku, oregano, jalapeno (fer eftir því hversu sterkt þú vilt hafa það) og í lokin salt og pipar eftir smekk. Skella lauknum á olíuborna pönnu og leifa að malla í 3 - 4 mínútur, bæta svo kryddum út í þangað til ööndisleg lykt kemur og loks hakki. Eða hakk og svo krydd - getur notað laukkrydd líka.

Vá.. þetta var nú gagnlegt svar ekki satt hahh

Lesandi/Anna: Ég kaupi eggjahvíturnar í heildsölu hjá Garra. Varðandi endingartímann, þá hef ég farið fram yfir þann tíma og það hefur verið allt í lagi með hvíturnar. En annars er ég assgoti dugleg í eggjahvítunum og fer leikandi með einn svona brúsa á viku Hef átt hann mest í 2 vikur og þar með viku yfir endingartíma - enginn magaverkur ennþá Hef reyndar ekki prófað að frysta þær sjálf en það er örugglega í lagi.

Erna: Það fer svolítið eftir því hverju þú stefnir að. Uppbygging, viðhald, niðurskurður? Ég er reyndar þagmælsku bundin við ofurtöffarann hana Röggu sem ég er i fjarþjálfun hjá - en magn fer alfarið eftir takmarkinu

Elín Helga Egilsdóttir, 9.1.2010 kl. 22:34

7 identicon

Takk fyrir svarið,

ákvað að frysta allavega hluta þeirra, keypti einmitt frá Garra. 

elska eggjahvítur en held ég fari ekki með brúsa á viku enn sem komið er:)

Anna (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:42

8 identicon

Allt hjálpar fyrir hina kryddhræddu R :) Takk fyrir þetta ;)

R (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:42

9 identicon

Eg er sko sammála einni her síðan þín er sko inni í netrúntinum yfir daginn :)

Hvað kostar svona eggjahvítu brúsi hjá Garra?? :)

Karen (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 08:24

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Anna: Það var nú mest lítið Anna mín. Öss... þetta verður fljótt að koma

R: Já ég vona að þetta raus mitt hafi hjálpað eitthvað. Þú spyrð mig þá bara frekar ef þú vilt

Karen: Þær kosta tæpan 1300 kall. 

Elín Helga Egilsdóttir, 11.1.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband