Færsluflokkur: Út að borða

Bolluát og almenn gleði

Gaman að segja frá því að ég átti einusinni afmæli á bolludegi! Hvenær nákvæmlega, man ég ekki alveg, en bollan afmælaðist á bolludegi og þótti gleðilegt.

Góð saga ekki satt?

Þrátt fyrir óþrjótandi ást mína á bollum og bollulegum hlutum þá fór þessi bolludagur fyrir bý. Ég hef ekki verið í miklu bollustuði, þrátt fyrir leynilegt ástarsamband mitt við rjóma, og hef því alfarið sleppt bolluáti þetta árið.

Hef nú samt farið í eitt bollukaffi a-la amma. Ömmubollur eru að sjálfsögðu alltaf stórkostlegastar! Algerlega ölska þær. Ásamt ömmubollum var eitt stykki Valdabrauð á boðstólnum. Jú.. þið eruð að hugsa rétt. Valdi, Dossumaður, á sitt eigið brauð innan fjölskyldunnar! Þetta brauð er líka það vinsælasta í heiminum og klárast jafn hratt og ís í minni návist.

Ömmubollur

Ömmubollur á bolludegi

Valdabrauð 

 

 

 

 

 

Fór annars á nýja veitingastaðinn Tandoori í gær. Það var bara ágætlega svei mér þá hressandi og skemmtilegt. Svolítið dýrara en á Saffran en afskaplega ljúffengt og réttirnir nokkuð vel útlátnir verð ég að segja. Ég fékk mér Tandoori kjúllann. Hann var svaðalega fínn. Tandoori er samt bleikara en allt sem er bleikt, eins og átfélagi minn hafði orð á í gær "Það er alltaf eins og kjúklingurinn sé varalitaður!".

Tandoori

Glæsilega fínt

 

 

 

 

 

 

Vinnan hélt bolludaginn líka hátíðlegan. Ég góndi á nokkrar ofurbollur í hádeginu sem héngu kæruleysislega fyrir ofan alla "hollustuna" og hlógu að gangandi vegfarendum. Biðu eftir því að einhver bugaðist og fengi sér bita með hádegismatnum í staðinn fyrir í eftirrétt. Þið sjáið það sjálf, það eru allir í störukeppni við bollukvikindin!

Æðislegur salatbar

ahh.. bollur að ofan 

 

 

 

 

 

Það voru nokkrir sem stóðust ekki mátið, brustu undan álaginu með miklum óhljóðum og nældu sér í risabollu með kjötbollunum sem voru svo í matinn.

Ofurvinnubollur

Hádegismaturinn minn var svosum samur við sig. Glæsilega fínn og fallegur á að líta.

Svona líka skrautlegur

Er núna að hamsa í mig restina af þessu tandoori ævintýri. Þetta dugði mér í þrjár máltíðir mín kæru. Hádegis-, kvöldmatur og fyrir æfingu snarl!

Ég reyndi eins og ég gat að koma orðinu bolla fyrir í hverri málsgrein. Ég held það hafi næstum því tekist ágætlega. Bolla er orð sem kemst mjög auðveldlega á fyndnuorða listann minn.

Bolla bolla!

Hvað eru margar bollur í því?


Mafíósar og agnarsmáir eftirréttir

Árshátíðin leið og nammidagurinn líka. Get nú ekki sagt að nammidagurinn hafi verið jafn stórkostlegur og síðustu nammidagar hafa verið. En það er allt í lagi, maður þarf ekki alltaf að velta um og gráta sykri svo átið hafi talist gott.

Aftur var haldið á Selfoss, en í þetta skiptið öllu seinna. Mættum á staðinn að verða 17:30 og á leiðinni hamsaði ég í mig skyrgums. Skellti því reyndar í blender. SGB - Skyrgums í blender. Skyr, frosin jarðaber, epli, smá vatn blandað vel og hellt í skál. Ristuðum pecanhnetum dreift yfir.

SGB - skyrdrykkur

Ekki gleði! Jah... jú, gott á bragðið en hundleiðinlegt að borða. Þyrfti helst að hella út í þetta höfrum eða morgunkorni. Mér þykir miklu skemmtilegra að hamsa í mig, tyggja og bíta en að svolgra/drekka. Iss, ég þyrfti amk að blanda þetta þykkara. Svo mikið er víst.

Mættum á hótelið, herbergi 216. Síðasta herbergisnúmer * 2 (vorum í 108 síðustu helgi). Þar beið okkar kunnugleg sjón. Gleðipakki! Jebb... ungfrúin át súkkulaði á meðan Paulsen gúmslaði í sig bjór og snakki. Skemmtilegir svona óvæntir át-árshátíðarpakkar.

Árshátíðar gleðipakki númer 2Árshátíðar gleðipakki númer 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árshátíðin var þematengd. Fyrsta skipti sem ég fer á sjóleiðis árshátíð - svolítið skemmtilegt. Þema kvöldsins voru mafíósar og tískan 1920. Margir mjög flottir karakterar sem poppuðu upp um kvöldið. Við vorum líka fljót að komast í gírinn á meðan uppstríli stóð. Mústasið (yfirvaraskeggið) átti mikinn þátt í því!

BindishnútaæfingarDon Paulsen

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjög glæsilegir. Ég var svo í kjól af ömmu minni, einstaklega gleðilegt nokk! Lion King, spöng og skart frá Dossu frænku og skór frá Svöbbu systur. Ætli nærbuxurnar mínar hafi ekki verið það eina sem ég átti sjáf... HAHH! Cool

Grafalvarleg myndataka! Já nei, það er ekkert grín að vera mafíósakvendi!

1920 ellaMister Paulsen og átvaglið

 

 

 

 

 

 

 

Fordrykkur tekinn með trompi, undirrituð í óáfengu deildinni og loksins... jújú, þið vitið um hvað ég er að tala. Elsku besti maturinn!

Rjómalöguð humarsúpaKalkúnn, grænmeti og sæt kartafla

 

 

 

 

 

 

 

Kallið mig átvagl eða græðgishaus, en þessi eftirréttur var ekki upp í nös á ketti amöbu! Ef amöbur eru með nasir - hvað þá það! En góður var hann!

Tveggja munnbita engifer og appelsínu ostakaka

Yfirvaraskeggið fékk líka að njóta sín örlítið þetta kvöld. Vakti mikla lukku þetta skegg. Breytti mér t.d. í Freddie Mercury af einhverjum dularfullum ástæðum!

freddie mercuryMústasglas

 

 

 

 

 

 

 

Á meðan átvaglið var í vatninu fékk Palli sér drykk ríka mannsins. Eftir nokkra þannig blasti við kunnugleg sjón! Hann fékk meira að segja auka dansara með sér í lið. Svo tryllt var sveiflan þetta kvöldið.

Tryllt sveifla

Ahh. Gott kvöld, skemmtilegt fólk. Enginn ógeðishambó í þetta skiptið enda maginn afskaplega þakklátur þegar ég vaknaði í morgun.

Túnfiskhambó í kvöld mín kæru?

Átvaglið

Over and out!


Bráðnauðsynlegur kjúlli

Ég og vigtin saman út að borða... Palli fékk að vera memm. Ekki baðvigt, onei, litla sæta uppáhals eldhústækið mitt. 

Átvaglið og vigtin

Langaði í Saffrankjúllann í hádeginu. Kom ekkert annað til greina. Mig dreymdi hann meira að segja í nótt. En þar sem matarplan segir "vigta matinn" og ég er fasískari en allt þá ákvað ég bara að grípa vigtina með. Ekki horfa svona á mig... þetta var barasta ekkert vandamál!

Kjúllinn tekinn í gegn

Færa mjög svo dýrmætan rauðlauk af grjónum

 

 

 

 

 

 

 

Grjónin.. blessuð grjóninAllt að gerast

 

 

 

 

 

 

 

Semi Zoolander er "Vandaa siiiiiig" svipurinn minn. 

Passaðu þig... það er svangt!

Wraaawwrr

Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég ekki spáð í þetta frekar en sokkana mína þar sem dagurinn í dag er hinn allra heilagi nammidagur. Árshátíðin í kvöld og suddalíferni síðustu viku leyfðu samviskunni það hinsvegar ekki. Samviskunni skal hlýða. Saffran kjúllann fékk átvaglið og gúllaði nauðsynlegheitunum í sig... jah... samviskulaust.

mister Paulsen

En almáttugur minn - ekki halda að ég stundi veitinga-/skyndibitastaði vopnuð vigtinni! Onei. Átvaglið myndi stöðva það hratt og örugglega.

Ætla að hræra mér skyrgums og halda af stað á árshátíð numero dos, sama stað og síðast. Deja vu?

Njótið helgarinnar fína fólkið mitt. Joyful


Árshátíðarhelgin mikla á enda

Ég drekk afskaplega sjaldan áfengi. Ef ég drekk áfengi þá er yfirleitt ástæða að baki, eins og árshátíð eða einhvurslags skemmtanir, en þó læt ég það helst eiga sig. Ástæða?

1. Áfengi er bara ekki gott á bragðið! Til hvers að drekka það?

2. Skrokkurinn á mér fer í baklás í nokkra daga eftir áfengisdrykkju. Líkar það ekki vel. Verð öll veikluleg og skjálfandi og fúl.

3. Æji, svo skemmti ég mér barasta ágætlega edrú :)

Nú er ár síðan ég smakkaði áfengi síðast og já, ég lét það eftir mér þessa helgi að fá mér í glas. Fullkomið tilefni, skemmtilegt fólk, góð helgi.

Mættum á Hótel Selfoss á föstudeginum og fundum "Neyðarkassa" frá vinnunni inn á herbergi.

NeyðarkassiNeyðarkassi innihald

 

 

 

 

 

 

 

Jújú, classico! Grin

Neyðarkassi classico

Ég fyllti líka minibarinn af matarboxunum mínum.

Stútfullur minibar

Föstudagshressleiki í hámarki! Heimskur - heimskari?

Heimskur - heimskari?

Daginn eftir vöknuðum við, amk ég, eldhress klukkan 7 og fengum okkur spis. Ég borðaði ofnbakaðan eggjahvítugraut og Palli snæddi hótelmat. Eftir það keyrðum við um Selfoss í leit að Nautilus spriklstöð og fundum hana loks. Tókum massífa ofur neðrabaks/fótaæfingu, spretti og létum aumingjans fæturna finna vel fyrir því.

Eftiræfinguhressleiki í hámarki! Rauður - rauðari?

Mjög glæst... að vanda

Eftir smá sjónvarpsgláp, vinnufélagaspjall, hádegismat og göngutúr þá var lagt af stað í bruggverksmiðuna að Ölvisholti. Þar var farið með okkur í gegnum ferlið frá því humlar og korn sameinast þangað til ölið er komið á flöskur. Ég fékk mér samtals 4 sopa í smakk af 4 smökkum - bjór drekk ég ekki en þar sem þetta er alíslensk framleiðsla gaf ég þessu séns. Bjórarnir heita allir íslenskum nöfnum eða eftir stöðuð/atburðum sem áttu sér stað í kringum Ölvisholtið - Freyja, Móri, Lava, Skjálfti. Lava bjórinn er svakalegur 9,2% með svo miklu reykbragði að ég hélt ég væri að drekka hamborgarhrygg. Get svo svarið það - örugglega geggjað að hella smá Lava í bakkann með jólahryggnum, gefur án efa bjútifúl bragð! Mjög áhugaverð ferð!

ÖlvisholtiðFyrir utan Ölvisholtið

 

 

 

 

 

 

 

Inn í ÖlvisholtiInn í Ölvisholti

 

 

 

 

 

 

 

Bjórsmakk Bjórsögumaður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Smá smakkBjórsmakkarar og skenkjari

 

 

 

 

 

 

 

RarraræææHoho

 

 

 

 

 

 

 

Eftir Ölvisholtið var ekki mikið annað í stöðunni en að hvíla sig og bíða eftir því að árshátíðin byrjaði. Á meðan bið stóð var nartað í svolítið af þessu.. hmm hmm!

Kroppið og reimarnar Doritos fyrir mister Paulsen

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hello

 Undirritið tók sig loks til, eitthvað sem gerist kannski þrisvar sinnum á ári, og varð svona líka svaðalega krúttaraleg og fín fyrir vikið! Power of makeup!

ÁrshátíðarátvaglVantar aðeins meira kjöt á þessi bein

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vantar nú aðeins meira af kjeti á þessi bein!

Fordrykkur eins og gengur og gerist á árshátíðum! Spjall, freyðivín, meira spjall og svo loksins ...

Spjallandi árshátíðarfólk

Antje og Ellos

 

 

 

 

 

 

...maturinn!

Brauðbakkinn Forréttur

 

 

 

 

 

 

 

Aðalréttur - lambSvakaleg, svakaleg súkkulaðikaka

 

 

 

 

 

 

 

Svo voru einn eða tveir svona svolgraðir...

Mojito

...og þá gerðist þetta!

Palli í einni af flottustu sveiflum ársins og árshátíðarátvaglið fylgdi stíft á eftir! Ég hef sjaldan eða aldrei hlegið jafn mikið af dansmyndum eins og þessum af wicked Paulsen!

Palli í sjúklegri sveifluhahahahah

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Swiing

Húha

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir mikla dans- og spjalltörn fór maginn að garga á mat. Það er eitt af því sem gerist líka þegar átvaglið fær sér í glas. Hungrið segir til sín og það kallar ekki á hafragrauta eða eggjahvítur. Við hlupum yfir götuna og keyptum okkur ógeðisburger og franskar. En engar áhyggjur, ég borðaði bara þennan eina bita af hamborgaranum. Hann var hræðilega, skelfilega nasty!

Nasty burger

Átta tímum, einni sturtu og afskafaðri stríðsmálningu síðar!

Sama bros, annað outfit

Þetta var hryllilega vel heppnuð árshátíð og við skemmtum okkur konunglega!  Ég held ég leyfi myndunum bara að tala sínu máli. Afvötnun í næstu viku - á öllum sviðum! Joyful


Serrano andinn yfirtekur líðinn

Get svo svarið það. Held að hver einasta vinnusála, sem situr í 10 metra radíus við mig, hafi tekið sig til og valhoppað á Serranos. Ég var að sjálfsögðu ekki minna kvendi og fylgdi í humátt á eftir, svo til nýbúin að hamsa í mig Mexico mat!

Heilhveiti Serrano með 2* kjúlla og gúmmulaði 

Tvöfaldur kjúlli í heilhveiti tortillu með pinto baunum, grænmeti, ost, mildri + miðlungs sósu, smá sýrðum, káli og slatta í poka af jalapenos að sjálfsögðu! Út á hvern bita bætti ég svo 1 - 2 dropum af tabasco. Þegar átið var yfirstaðið voru kinnarnar rauðar, hausinn heitur, andardráttur aðeins tíðari og nefið snýtt stanslaust í amk. 10 mín. 

Smá hádegishiti í skrokkinn er bara jákvætt og gleðilegt mál!


Nammidagar eru gleðidagar

Nammidagar eru gleðidagar. Nenni yfirleitt aldrei að elda á þeim dögum sem ég titla "nammidaga" og því enda þeir yfirleitt á þennan veg.

Saffran kjúklingur.

Saffran kjúklingur

Saffran baka fyrir mister Paulsen.

Saffran baka

Ís með jarða- og bláberjum og Nóa Kropp. Toppblanda!

Ofurnammi nammidagsins. Best í heimi.

Hafrakaka sem ég deildi með Abbý ofurfrænku, Palla, Mömmu og ömmu.

Hafrakaka frá herra Jóa Fel

Orkustöng a-la Jói Fel. Jújú, henni var deilt niður á nokkra einstaklinga. Nokkuð svipaður innihaldslisti og er í þeim "orkustöngum" sem ég bý mér til. Fyrir utan hrásykurinn kannski. Mjög góður biti.

Orkustöng - jói fel

Nokkur tonn af ómynduðu nammi, þó sérstaklega hnetum og þurrkuðum ávöxtum. Svo gaf hún elsku besta amma mér líka æðislega ofurfína lopapeysu! Ekki það að ég fái gefins lopapeysu hvern einasta nammidag!

Nammidagspeysa

Ég er ekki búin að ákveða hvað kvöldmaturinn ber í skauti sér en í náinni framtíð, (svona um klukkan 21:00 í kvöld) veit ég að hrískaka með kókosrjóma, a la Erna vinkona, bíður eftir mér í vinahitting!

Allar syndir dagsins skráðar og skjalfestar. Annars er sumarið búið, veturinn að byra og nammiát kemur til með að minnka stórkostlega með komandi mánuðum. Nammidagar breytast í nammimáltíðir og vikulegar nammimáltíðir í 2ja vikna... er ekki ágætt að ná sér á strik fyrir jólaátið? Wink


Loksins!!

Sushi í hádeginu. Fiskimarkaðs Sushi! Pantaði mér Sashimi.

Fiskimarkaðs Sushi

Þarf engin orð. Þetta var bara wünderbar!

Fiskimarkaðs Sushi - þátíð


Orange Lab

Orange Lab takk fyrir góðan daginn. Mættum hálftíma fyrr en planið gerði ráð fyrir. Sökum:

1. Hungurs.

2. Tilhlökkunarspennings.

3. Meira hungurs.

Orange Lab

Fyrsta sem ég tók eftir þegar inn var komið voru gullfiskaskreytingar upp á vegg. Jújú, þetta er voðalega fensí smensí, en ég vorkenni svo aumingjast gullfiskunum! Greyin!

Hmmm

Áður en forréttir voru bornir á borð fengum við dularfullan bréfboka afhentan ásamt smjeri! Svosum hægt að ímynda sér hvað í þessum poka leynist...

Dularfulli bréfpokinn

...og jú. Brauðpoki, fullur af yndislega fínum og heitum brauðbollum.

Brauðbollupokinn

Stuttu eftir að brauðpokinn var mættur á svæðið kom þessi líka fína karfa! Þurrís og heiallíúbba!

Smakk-karfa

Í krukkunum var hálfgerður plokkfiskur með stappaðri kartöflu og blómkálsmauki. Oofboðslega gott! Hefði getað japlað á þessu allan tíman.

Plokkfiskur með kartöflumús og blómkálsmauki

Í forrétt pantaði ég mér Fruit Basked. Sem var lax, einhvurslags frauð, mango, appelsína, wasabi hrogn, grænmetis-dressing og kartöflumús. Við vorum bæði sammála um að þessi réttur hafi verið svona.. blah! Alls ekki vondur, en ekkert sem skilur eftir sig.

Fruit Basked á Orange Lab

Humarinn.... ohhhh. Humarinn var æði. Humarmúslí kallast þetta. Múslíið eru í raun ristaðar þunnar sneiðar af brauði. Diskurinn er borinn á borð, svo er nýmjólk hellt út á diskinn, úr fernunni, sem umbreytir réttinum í hálfgerða súpu. Ég get því miður ekki talið upp það sem í þessari snilld er því þjónninn okkar var ekki alveg viss Wink En gott var þetta!

Humarmúslí á Orange Lab

Þetta var svo þjónninn okkar þetta kvöldið! Glæsilega fínn!

Orange Lab þjónn

Aðalrétturinn minn var The Orange Submarine. Æææðislegur réttur. Inn í rúllunni, lengst til vinstri, var lax og humar. Með þessu var kartöflumús og...

The Orange Subrarine - Orange Lab. Æðislegur réttur.

...TADAAAA - GRÖNA BÖNAR! Woohooo hvað það gladdi mitt grænubaunagráðuga hjarta óstjórnlega. Grænar baunir og grænubaunamauk! Ææðislegur réttur. Ég myndi fá mér þennan aftur. Saltur fiskurinn á móti sætum baunum og kartöflumús. Virkilega flott!!

Það eru fleiri sem nota grænar baunir en ég!

Pallinn fékk sér nautakjötið. Skemmtilega við þennan rétt var að hann innihélt nokkra mismunandi bita af kjöti. Þetta var ekki bara lund og kartafla - eins og við bjuggumst við. Þarna voru bitar af nautatungu, file, lund, kartöflu og sveppabiti ásamt blómkálsmús. Virkilega bragðgott!

Bull Fight - Orange Lab

Eftirréttirnir fengu líf þar sem við vorum meira í stuði fyrir... ójá! Ekkert sem slær þessari snilld við!

Nammidags bragðarefur

Orange Lab kom skemmtilega á óvart. Fullkominn staður til að fara á með t.d. hópum, afmælum, eftir einn kaldan!  Ligeglad og létt andrúmsloft. Réttirnir eru bornir skemmtilega fram (þó svo ég, persónulega, gefi því ekki stig - Palli var mjög hrifinn af því). Maturinn er afskaplega bragðgóður (aha, það sem skiptir mig mestu að sjálfsögðu) og þjónustan nokkuð fín. Elskulegur þjónninn okkar hefði kannski mátt segja okkur aðeins betur hvað við vorum að borða, úr því hann var að því á annað borð! En gleðilegt var þetta, svo mikið er víst!

Brunuðum annars beinustu leið í Gúmmulaðihellinn eftir átið og eftir að kaup höfðu verið fest á helgarísnum. Í hellinum beið okkar Nóa kropp ásamt hnetu og ávaxtamixi...

Nammidagsbland laugardagsins

...gúmfeybuxur, gúmfeysokkar og tölvuleikur!

Gúmfeyland og tölvuleikjaspil

Ahhh.. letilíf. Gott kvöld, gott ét, gott að vera komin heim! Ætla að halda áfram á þessari 'góðu' braut og njóta nammidagsins í bullandi botn!

Letilífs nammidagsát

Skál í bjóðinu!


Afmælis.. jú.. mamma!

Í tilefni af því héldum við systur föstudaginn hátíðlegan fyrir móður okkar. Pabbinn enn út á sjó svo hann fékk ekki að vera með!

Byrjuðum á því að taka óvænt á móti Múmfey í ný-tiltekinni Gúmmulaðihöllinni með Fresítu glasi, einni lítilli afmælismuffins, með kertum, og afmælispökkum...

Afmælismuffins útatað í kertum

...svona útlítandi! Svabban var fljót að þrífa þetta framan úr sér!

Afmælislið

Afmælispakki númer eitt var iPod fullur af uppáhalds rokkaralögum mömmunar. Þar á meðal Dr. Hook, Elo, Creedence Clearwater, Nazareth, Fleetwood Mac, Frank Sinatra, Aretha Franklin, Mahalia Jackson, Janis Joplin... svaka kát með það. Nú er tími diskaskrifa liðinn!

Afmælis iPod

Meðal innihalds afmælispakka voru að sjálfsögðu myndir af okkur systrum... af hverju að sjálfsögðu veit ég ekki en ungviða-myndahallæri Gúmmulaðihallarinnar var farið að hafa áhrif á lendaávextina svo við redduðum því! Hryllilega prúðar og fínar...

Systramynd í Gúmmulaðihöllina

...svona yfirleitt! Ahh.. betra!

Systramynd í Gúmmulaðihöllina - náði ekki á lista

Eftir það fékk hún rúman klukkutíma til að gera sig reddí í svaðalegt át á Basil og Lime. Maturinn var æði. Basil og lime er æði. Pasta er að sjálfsögðu mikið í uppáhaldi en ég prófaði í þetta skiptrið humar-risotto og risarækjur á salatbeði. Þvílíkt nammi!

Risarækjur á salatbeði

Haldið var heim á leið og fresítan kláruð. Afmæliskakan tekin fram. Hollustukaka með meiru og svona líka hræðilega góð! Með henni voru fersk jarðaber, bláber, sprauturjómi og kókos'sósa'. Mmhmm! Hún vakti lukku! Uppskrift væntanleg!

Hollustu afmæliskakan

Gott afslappelsi, gott kvöld, eitt stykki góð mamma!

Svo má ekki gleyma ofurveislunni sem verður í Gúmmulaðikastalanum á morgun. Meðal áts mun verða graf- og reyktur lax, rækjukokteill, Móaflatarkjúlli, heimabökuð bananabrauð, ís og fleira undursamlegt sem ég get ekki beðið með að setja ofan í mig! Uhh.. þessi vika er búin að vera svakaleg.


Afmælis amma

Sjáið nú bara hvað hún er sæt og fín! Óvænt myndataka enda amman sérlega hissa á svipinn.

Afmælis amman

Allir að góna í matseðlana, nema yfirlýstu ættarhöfðingjarnir og Abbý ofurfrænka!

Potturinn og Pannan - óvænt afmælisboð

Ég byrjaði á grænmetissúpu og eggi, smá brauði og eplakrumsi. Eplakrums og brauð ekki myndað sökum ljótleika á disk. Þvílíkt subb hefur sjaldan eða aldrei verið fest á mynd!

Grænmetissúpa og egg

Afmælisbarnið byrjaði á koníaksleginni humarsúpu sem reyndist vera rúmir tveir lítrar, afa til mikillar gleði. Gamlan fékk sér þrjár skeiðar og svo gekk súpan í erfðir eftir aldri og græðgis-stuðli!

Amma og ofursúpan

Aðalréttur hjá mér var steinbítur í mangósósu með rækjum! Barasta fínn. En... barasta fínn!

Steinbítur í mangósósu

Í Spaghettisen afmælisgleðinni fannst svo leynigestur. Hann sat með okkur allt kvöldið, ánægður með lífið, tilveruna, bílinn sinn og lætin í okkur þegar afmælissöngurinn var fluttur. Fengum loks formlega staðfest að herramaðurinn heitir Rökkvi. Ekki partur af Nielsen liðinu en svakalega fínn kandídat! Smile

Rökkvi leynigestur

Rúmum tveimur tímum seinna, fjórum afmælissöngvum, óvæntum afmælis-eftirrétt og mikilli gleði hjá Rökkva var förinni heitið heim! Mamma tók sig til og kvaddi fyrir hönd Potts og Pönnu með stórkostlegum tilþrifum. Þetta vakti mikla kátínu borðgesta.

Gleði og glaumur

Jæja, þá er ein veisla búin af þremur! Næstu tveir laugardagar fara í mikið át og almenna hamingju. Það mætti halda að jólin væru mætt á svæðið, svo þétt er matardagskráin!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband