20.12.2009 | 21:14
Hreint og fínt
Jæja!
Ofurhetjuhreingerningin er yfirstaðin - svaðaleg tiltekt sem stóð yfir í 6 klukkutíma! Kvendið og Wicked Paulsen þeyttust um hellisgólf, veggi og loft með rass upp í loft, vopnuð tuskum, klútum og alt mulig eiturhreinsiefnum, og þrifu það sem á vegi varð. Þegar allt var glimrandi, glansandi - svo til gegnsætt, sátu lúnir kroppar eftir með kusk í hárinu og uppgötvuðu að allur skítur hússins hafði, með dularfullum hætti, forfærst yfir á þrífarana! Þetta var hættulegur dagur engu að síður. Á vissum tímapunkti var ég viss um að innan veggja hellsins yrði andlát, fyrsta sinnar tegundar í heiminum "Undir rúmi - Death by dustbunnies"! Það eru ansi mörg tungl síðan ég hef slíkt rykfjall augum litið.
Þetta er bara brotabrot - ef ég hefði sýnt ykkur allt þá biðuð þið þess aldrei bætur. En rykið var fjarlægt og eftir situr sítrónuilmandi og glitrandi Gúmmulaðihellir! Ég er viss um að Mister Proppe og ungrú Ajax segðu starfi sínu lausu kæmu þau í heimsókn.
Ég er líka orðin ská-frænka. Erna og Jens eignuðust lítinn snúð í gær, glæsilega fínn. Til hamingju bæði tvö!
Fyrir utan allan bakstur síðastliðna viku og rask á dagskrá hefur þetta, í myndum, á daga mína drifið! Ekkert merkilegt/nýtt/stórkostlegamagnað í matarmálum, en gott engu að síður.
Nú tekur ekkert annað við en leti og afslappelsi. Bloggið tekur því við sér eftir sykurkóma og bakstur síðustu daga. Jah, amk næstu 3 dagana. Jólin nálgast óðfluga. Fjórar nætur hvorki meira né minna - Lilli au skreyttur á miðvikudaginn næsta. Ahhh hvað það er notalegt að eiga ekkert eftir, sitja í flundur hreinu húsi i gúmfey náttfötum með jólamynd í gangi og vitandi að brakandi hrein og ný sængurföt bíða eftir því að taka á móti mér í kvöld!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Uppáhalds, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 12:00 | Facebook
Athugasemdir
Túrbókanínur hladnar súperbetteríum. Afslöppun og leti fyrirskipud.
Hungradur (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.