18.12.2009 | 11:19
Jólafrí
Þá er komið að því. Eftir daginn í dag er ungfrúin komin í sumarjólafrí til 14. janúar hvorki meira né minna. Ég get ekki beðið - í morgun, þegar ég vaknaði, var ég ótrúlega spennt. Allt í einu! *íííískr*
Fór annars á Unique að gera mig "fína" eftir brennslu í morgun. Jólafínísering. Betra að líta ekki út eins og the Grinch yfir hátíðarnar - fengi samt örugglega fullt af vinnu út á það! Lit og plokk - jú, ég dekra stundum við sjálfa mig. Ef ég geri þetta sjálf lít ég út eins og málverk eftir Picasso - kannski ekki ákjósanlegt, en aftur, gæti verið tekjugefandi. Skúbbaði því Scitec próteininu mínu í eðal plastbox ásamt höfrum og fyllti af vatni. Allt innan veggja bílsins, með Palla driver, á leiðinni í tiltektina á sjálfri mér.
Ef þið hafið einhverntíman útbúið ykkur súkkulaði hafragums. Hafrar, kakó, smjör/mjólk - þá var þetta nákvæmlega eins. Palli smakkaði og fylltist gleði. Svona hafragums eru samt aldrei gleðileg á að líta. Held ég hafi ekki hitt eitt súkkulaði hafragums sem er "girnó" við fyrstu sýn.
Svolítið jólaleg umferðin ekki satt? Gæti líka verið jólaglimmerið að tala, sem hratt og örrugglega er að fylla upp sálina og andann.
Annars varð ég vitni að svo hræðilegu slysi á Hafnarfjarðarveginum áðan. Undir brúnni við Arnarnesið. Ég er hálf eftir mig eftir þetta! Það er kannski ekki viðeigandi að segja frá þessu hér, ég veit það ekki. Hugsa með hlýhug og styrk til fórnarlamba aðstæðna og skyldmenna. Verið því góð við hvort annað og njótið þess að vera til. Hugsið vandlega um það sem þið eigið, ekki hugsa um það sem þið eigið ekki - það tekur því ekki - og verið ánægð með lífið. Ykkar nánustu eru númer 1, 2 og 3.
Elsku bestu passið ykkur í og á umferðinni og farið varlega.
Jólameyr - jólameyr eins og mjúkt smjör.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftir æfingu, Hafragrautur, Morgunmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:57 | Facebook
Athugasemdir
Elska þig og *risaknús*
Dossan þín (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 14:02
Til hamingju með að vera komin í jólafrí, er akkúrat líka komin í frí og það er svo geggjað að ég gæti hneggjað
Keyrði líka framhjá þessu slysi rétt eftir að það gerðist og fékk alveg sting í hjartað, svona minnir mann á hvað lífið er dýrmætt og hvað það er mikilvægt að njóta þess sem maður hefur með þeim sem standa manni næst !
Jólaknús á þig þó svo við þekkjumst ekki neitt
Ella (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 15:57
Dossa: Sömuleiðis mitt elskulega frænk.
Ella: Já, þetta var hræðilegt. Aðkoman að slysinu.. jesús minn. Til hamingju sömuleðis með fríið og risaknúst til baka! Þetta frí verður í manna minnum næstu 100 árin eða svo!
Elín Helga Egilsdóttir, 18.12.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.