Snjóboltar - kókosboltar

Meira 2009 konfekt. Eitthvað sem ég hef verið að búa til frá því ég var púpa. Ég á það til að detta í kókosgírinn og kókos getur verið svo ljúffengislega góður. Þessir boltar eru æði. Karamelló, stökkir utaná og mjúkir að innan!

Það heyrist "kram knús krús" þegar þú bítur í þá = mjöög hár átvagls- og áferðaperrastuðull.

Ef þú borðar Bounty... þá borðar þú þessar krúttusprengjur svo sannarlega líka.

Snjóboltar - kókosboltarSnjóboltar

  • 1 dl kókos
  • 1 dl sykur
  • 1 dl hveiti
  • 1 eggjahvíta
  • Súkkulaði að eigin vali. Til að húða (þarf ekki)

Eiiinfaalt

Aðferð:

1. Setja allt saman í skál og hræra vel. Deigið verður mjög klístrað.

2. Móta litlar kúlur úr deiginu. Stærð efti skapi og nennu - muna þá að aðlaga bökunartímann. Rúmlega tíkallastærð = fullkomlega krispí og mjúkir og karamella og hamingja og regnbogar og hvolpar!!!

Alls ekki hlutdræg... þið ráðið auðvitað stærðinni mín kæru.

Tíkallastærð!! En þú veist... þið ráðið!

*regnbogar*

Ráðið alveg sjálf.

Raða kúlum á bökunarpappír.

 Snjóboltar - kókosboltar

3. Setja inn í 175° heitan ofn í 4 - 6 mínútur eða þangað til botninn er rétt gylltur. Taka út úr ofni og kæla.

Snjóboltar - kókosboltar

4. Bræða súkkulaði og velta boltunum upp úr því.

Snjóboltar - kókosboltar

5. Borða, njóta, brosa og að sjálfsögðu... regnbogar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þessi verður klárlega prófuð :):)

Sylvía (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 18:29

2 identicon

mmm.. sounds goood... en hvað eru c.a margir boltar í einni svona uppskrift :)?

Þórdís (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 20:49

3 identicon

þessi verður klárlega gerð um helgina. og hugsanlega prufað e-ð annað en sykurinn.. e-h hugmyndir?

Heba Maren (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 23:46

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sylvía: Crunchy kókos-í goodness.

Þórdís: Jah, hvað ætli ég hafi náð að snúa marga. 20 - 30 með góðu móti?

Heba Maren: Það er spurning sko. Sykurinn er náttúrulega það sem karamelliserast og gerir skorpuna crunchy og gefur karamellukeiminn. Hunang/agave alltaf klassískt, en þá er ég ekki viss um að kúlurnar verði "stökkar" utaná. Hmmm... viltu ekki nota hrásykur? (ekki það að hrásykur sé eitthvað annað en bara.. sykur). Ávaxtasykur?

Þetta er nú bara ágætis spurning. Einhver sem veit eitthvað meira en ég í þessum sykurefnum? :)

Elín Helga Egilsdóttir, 14.12.2010 kl. 10:48

5 identicon

Ekki er verið að vinna í annarri jólaátsgleði???????

??????? x 999

Erna (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 12:35

6 identicon

Óguð, ég fæ tár í augun af gleði þegar ég hugsa um jólagjöfina frá því í fyrra... Þvílík unaðsleg dásemd... :)

Þorbjörg (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 12:39

7 identicon

Þvílíkt er þetta girnilegt. :)

Tvær spurningar. Þarf að geyma þetta í ísskáp og er hentar þetta til að gefa í jólagjöf?

Gerður Sif (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:26

8 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

en að nota sukrin í staðinn fyrir sykur? http://www.funksjonellmat.no/sukrin-om.php

Ragnhildur Þórðardóttir, 14.12.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband