13.12.2009 | 20:56
Kökubakstur 101
Þar tók kvendið við sér. Vopnuð Kitchen Aid flundruðust upp úr skál, inn í og út úr ofni fjórar tegundir af smákökum. Nokkrar tegundir eftir enn, biscotti, pretzels, karamellur og margt fleira gúmmó. Ég tók þann pólinn í hæðina, þessi jól, að lifa hættulega og útbúa "óhollt" jólanammi. Ég tók rimina ansi harkalega síðustu jól og því verða þessi með tauminn aðeins lausrai. Gleði og glaumur.
Svo ég vindi mér í fyrstu smákökutegundina sem ég bakaði í dag. Æðislegar hafrakökur. Þær eru alltaf bestar að sjálfsögðu. Hafrakökur af öllum stærðum og gerðum. Þessar eru þunnar, karamellukenndar, stökkar í endana en mjúkar í miðjunni. Hægt að hafa þær allar stökkar - bara baka ögn lengur. Þessar eru númer eitt á lista hjá mér og Palla þessa stundina. Hinar kökurnar koma í vikunni, ein uppskrift á dag.
Maple vanillu hafrakökur
1 3/4 bollar maple sýróp
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli hvítur sykur
2 stór egg
2 tsk vanilludropar
6 bollar grófir hafra (grænu solgryn virka flott)
2 bollar hveiti
2 tsk matarsódi
1 tsk salt
1/2 bolli rúslur, hnetur, súkkulaðibitar.... (Ég sleppti þessu. Næst ætla ég að bæta við möndlum)
Aðferð:
1. Hita ofn í 175 gráður.
2. Í stórri skál hræra saman smjöri, sýrópi, eggjum, sykri og vanilludropum þangað til létt og ljóst. Hræra þá höfrunum samanvið. (Ef þú vilt bæta við hnetum, rúslum ofl. gera það núna)
3. Hræra saman, í lítilli skál, hveiti, matarsóda og salti. Bæta svo hveitiblandinu við hafra og smjör. Hræra vel.
4. Setja rúmlega tsk. af deigi á böunarpappír með 4 - 6 cm. millibili. Þær dreifa vel úr sér þessar. Baka í 10 - 12 mín. Því lengur sem þær eru bakaðar, því stökkari verða þær. Þið ráðið Fer líka eftir því hvort ofninn sem þú ert að nota sé kjarnorku eða ekki. Minn er kjarnorku * 22.
Svava systir var annars að labba inn um dyrnar og fékk að smakka allar tegundir. Tvær voru í uppáhaldi. Mjúkar piparkökur með hvítum súkkulaði- og butterscotch bitum og súkkulaði-brownie með súkkulaði- og hvítum súkkulaðibitum. Það hummar í Svövudýrinu!
Áfram með smjerið! Tvennskonar smákökur eftir og biscotti á miðvikudaginn! Konfekt- og karamellugerð um helgina.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur - "óhollt", Svindl | Breytt 24.9.2010 kl. 11:51 | Facebook
Athugasemdir
voðalega ertu dugleg að baka.. og ætlaru að borða þetta alltsaman..öss..
ég var búin að gera tvær tegundir af hafra-smákökum, þá bað hösbandið mig vinsamlegast að hætta að búa þessar A*** hafrakökur, þetta smakkaðist allt eins, þurt og hafrakennt. og myndi enginn borða þetta.. "það eina sem ég bið þig um að baka er lakkrístoppa,plís nenniru að hætta þessu hafrarugli " múhahah..
svona er misjafn smekkurinn.. þannig þá er ég hætt að baka og mun dást af þér í staðinn
Heba Maren (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 08:16
Mikid gasalega eru thetta lekkrar smákökur, Ella. En nú verdur thú ad segja okkur hve einn bolli rýmir marga desilítra, nákvaemlega.
2 dl?...2½ dl?....eda ennthá nákvaemara 264 ml?
Eftir smákökuátid baetir thú bara vid nokkrum armbeygjum vid prógrammid. Hve margar armbeygjur getur thú annars tekid í dag?
Hungradur (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 08:25
Kona, ertu með sinnep í rassinum? Djöss... metnaður er þetta í smákökubakstrinum.
Ragnhildur Þórðardóttir, 14.12.2009 kl. 08:39
Eru annars ekki kökuuppskriftir best midladar í grömmum? Thessar nýju og nákvaemu eldhúsvigtir eru mjög hentugar vid bakstur.
Hungradur (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 08:39
Heba Maren: Ég var ógeðslega hörð í gær. Ég segi það satt... borðaði ekki eina köku og smakkaði ekki bita af deigi! YÖÖHH! Lét Palla bíta í kökuna svo ég gæti tekið mynd af henni. Fasískt ekki satt? Hafrakökur eru samt svo mikið bestar.
Það fer einhver partur af þessari snilld í jólapakkana sem eru við það að myndast og einhver til fjölskyldu og vina. Eitthvað verður skilið eftir í gúmmulaðihellinum fyrir gesti og gangangi... hlaupandi!
Ragga: Ég er með sinnep í rassinum og Kitchen Aid upp á eldhúsborði! Say no more! Betty Krúkked á í harðri samkeppni við kvendið!
Hungraður: Ég er mikill dassari í kökubakstri. Ég dassa fram og til baka í öllum uppskriftum og fer sjaldan alveg eftir bókinni. Ég nota því dl. bolla - poka, frekar en nákvæm grömm, sem er að sjálfsögðu líka fullkomlega löglegt bökunarform
Þú getur farið á google og skellt öllum mælieiningum þar inn samanber hér! Mikil snilld og ég nýti mér þetta óspart. 8 oz to grams, 1 cup butter to grams ofr.
Ég kem til með að borða og bíta í fyrstu smákökuna mína 24. des. Kannski ég bíti í eina 23. des á meðan Lilli Au er skreyttur. Ég ætti því ekki, ef guð leyfir, að þurfa að sparka svo fast í rassgatið á sjálfri mér yfir hátíðarnar Njóta góðs matar þegar hann er á borðum og vera dugleg inn á milli.
Armbeygjur, ætli ég nái ekki upp í svona 35 með góðu móti í dag... eða.. góðu móti. Með einhvejru móti! Þegar ég var í bootcampf þá voru 50 - 60 varla til að kalla fram svitadropa. iss...
Elín Helga Egilsdóttir, 14.12.2009 kl. 09:25
Djös dugnaður er í þér kona! Hvaða orkubrunn kemstu í?
Ásta (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 10:09
AAAAW SWEET JESUS! TINY LITTLE BABY JEEEEEESUS! Meeen hvað mig langar íííííí!! Ég get ekki beðið með að fá að smakka!!
Erna (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 12:03
Little baby jesus vill að þú fáir þér kökur. Þær bíða eftir þér Erna... BÍÐA! Þú kemst í smakk himnaríki um helgina, ég verð vonandi búin að láta vélina mína góðu galdra eitthvað meira.
Elín Helga Egilsdóttir, 14.12.2009 kl. 13:31
Thú ert nú meiri dassan. 35 er bara nokkud gott og 50 - 60 ágaett...en samt eru thad ekki eins margar og hann hérna ég tek....o nei o nei. Sammála Ernu um smákökurnar.
Hungradur (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.