Iss... dagurinn rétt að byrja

Uss hvað ég vaknaði seint! Ég hef ekki vaknað svona seint í rúma 6 mánuði! Rumskaði um klukkan 07:30 í morgun sem er eðlilegt nokk. Ætlaði að stara inn í augnlokin á mér í nokkrar mínútur í viðbót og rankaði við mér 11:30! Fyrsta sem ég hugsaði var "S**T", svo varð ég pínkulítið stressuð og nokkrum sekúndum eftir það fékk ég samviskubit. Margar dularfullar tilfinngar á mjög skömmum tíma. Stuttu eftir samviskubitið fussaði ég á sjálfa mig og hugsaði "Það er laugardagur.. hættu þessari vitleysu". Það hefur líklegast verið átvagls-engillinn á hægri öxl sem skúbbaði þeirri vitneskju í kollinn á mér, hann er mjög afslappaður. Strax þar á eftir, þegar ég hafði sannfært sjálfa mig um að þetta væri nú bara allt í lagi, heyrðist "Elín.. þú ert búin að stúta helmingnum af deginum", þá fór ég aftur að efast um að þetta væri eðlilegt. Eftir töluvert þras við sjálfa mig, upp, afturábak og beint á ská, lét maginn vita af sér. Fast og slegið - það er nákvæmlega ekkert að því að sofa sig til ólífis og aftur til baka þegar maður er í fríi! Þó mér finnist alltaf best að vakna snemma og nýta daginn...

Er ég biluð á geði.... já... já ég held það!

Eftir allar samræður og samningsviðræður við sjálfa mig í morgun hádeginu skellti ég mér í slopp og hrærði í einn einfaldan með eggjahvítum. Jebb. Bætti svo út í hann frosnum jarðaberjum, irish cream- og karamelludropum. Haaalelújah og allir englarnir!

Bragðdropagrautur

Fölur sem nár, mjúkur sem flauel. Dramatískari lýsingu á einni grautarskál er ekki hægt að biðja um. Droparnir sjást ekki en góður var grauturinn. Þið verðið bara að trúa mér! Þetta dropaævintýri er samt svolítið svindl er það ekki?

Bragðdropagrautur

Farin í ræktina. Nú fá aumingjans bífurnar að finna fyrir því - þær sem ekkert frí hafa fengið frá því á laugardaginn síðasta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahhhhh - þess vegna varstu nýbúin í ræktinni um kl 15

Mér finnst þú dúlíg og þú eigir alveg skilið að kúrast til hádegis svona einu sinni!!! Amen og allt það!

Dossa (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Amen og allt það... ahh, góðir tímar

Elín Helga Egilsdóttir, 12.12.2009 kl. 23:55

3 identicon

úff ég er rétt að ná að rumska um 730 - enda væri ég gestur í líkamsræktarstöð sem væri opin á nóttunni   Algjör nátthrafn

Annars var ég að lesa þessa grein http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Augustu_Johnson/ofurgrautur--uppskrift og varð hugsað til þín

Ásta (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 17:36

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æhj en fínt ofurgrautar eru góðir grautar. Svo mikið er víst.

Já. Ég náði að snúa þessu við hjá mér í sumar. Ég er algerlega handónýt eftir kl. 23:00. Eins og gamalt kvendi!

Elín Helga Egilsdóttir, 13.12.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband