3.12.2009 | 12:11
Ekki á morgun heldur hinn
6 tíma flug, jólafílíngur, jólapakkarölt, jólakaffihúsastemning, ostakökur og almenn gleðilegheit. Þar af leiðandi verður enginn hleðsludagur í dag. Hrein og bein fram á sunnudag þegar Ostakökuverksmiðjan verður tekin með trompi - forréttur, aðalréttur og ostakaka. Svo stutt í þetta!
Pakki dags numero tres innihélt eftirfarandi.
Mjög mikið þarfaþing fyrir kvendi sem mælir sig sundur og saman og tekur húsið í gegn á sama tíma. Mæla læri, mæla skáp, mæla hurð, mæla mitti, mæla upphandlegg, mæla glugga, mæla Palla... allt góðar og gildar mælingar mín kæru.
Tók annars með mér hýðisgrjón í vinnuna í dag. Hýðisgrjón með soja og rauðum piparflögum - hryllilega ljúft. Vinnan skaffaði kjúllan - kvendið skaffaði viktina. Vopnuð henni getur ekkert stöðvað mig... nema kannski Terminator, en það er önnur saga!
Mér til mikillar hamingju eru vinnufélagar flestir hættir að skipta sér af dularfullum átvenjum undirritaðrar og farnir að venjast. Nokkrir líta ennþá upp til að fylgjast með, aðrir tjá sig eilítið um athæfið en flestallir taka þessu með mikilli sálarró, góna á sinn disk og njóta hádegismatarins.
Þegar fólk spyr mig spurninga og er að spögúlera í því sem ég er að vesenast svara ég 110% og þykir gaman að. Ekki nema von að sumir séu forvitnir. En um leið og einhver labbar upp að mér til þess eins að góna á matinn minn, horfa á það sem ég er að borða, stingur höfðinu ofan í matardiskinn, setur jafnvel upp einhvern vanþóknunarsvip eða setur út á það sem ég er að borða "Oj, þetta er eins og...", "til hvers ertu að þessu?", "...geturðu ekki borðað það sem fyrir þig er lagt?" þá fyrst verð ég fokvond. Dónalegt já takk! Hafðu áhyggjur af þínum eigin átvenjum, ekki mínum!
Og hananú!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Hugleiðingar, Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 24.9.2010 kl. 11:45 | Facebook
Athugasemdir
Góð! Auðvitað eru ekki allir með sömu matarvenjur og það er bara fínt. Eftir að ég fór að taka með mér heimatilbúið í skólann þá var alltaf horft ofan í ílátið og mikið spurt hvða ég væri með. Þá reyndar oftast langaði þeim frekar í það en samlokuna úr kaffistofunni ;)
Harpa Sif (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 12:22
Það er í flestum tilfellum svoleiðis og ekkert nema gaman að spjalla um þetta. En það er alltaf einn og einn sem fussar og sveiar og tuðar yfir því að maður skuli vera í ræktinni og geti ekki lifað eins og annað fólk. Öss... þá kviknar á grimmhildi grámann!
Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2009 kl. 12:31
kallast það ekki bara á góðri íslensku "öfund" ;)
fólk er bara að öfundast að hafa ekki brot af þeim viljastyrk sem þú hefur. Takk annars fyrir frábært blogg... kíki alltaf reglulega við
Dagbjört (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 12:47
Það er svo stóra spurningin. Kannski það verði súrt því maður er ekki að gera nákvæmlega sömu hluti og það sjálft
Elín Helga Egilsdóttir, 3.12.2009 kl. 18:54
jjá vá hvað ég kannast við þetta..ég er enn að fá þessi komment.. " vá ertu ekki komin með leið á möndlum"? svo loks þegar maður á laugardagsmáltíð þá fær maður einnig bögg "kva mátt þú þetta, bíddu hvar er salatið og kjúklingurinn" AARRGG..
Heba Maren (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 09:07
Ákkúrat. Það er ekki eins og einhver sé að neyða mann í að vesenast þetta
Elín Helga Egilsdóttir, 4.12.2009 kl. 09:19
SÆLL!!! the story of my life.http://www.ragganagli.blog.is/blog/ragganagli/entry/829707/
Enginn segir neitt við þennan með kókómjólk og snúð en skotleyfi er á okkur með kjúlla og möndlur. Og óóóþolandi setningarnar: "MÁTTU þetta, MÁTTU hitt??? Hvað er nú þetta?? ojj... hvernig nennirðu þessu?". Af því ég NENNI ekki að vera í skítaformi og spikfeit/grindhoruð!!! Ég nenni ekki að vera á spítala uppúr fimmtugu. Ekki erum við að skipta okkur af matardiskum annarra og er það til of mikils ætlast að biðja um það sama í staðinn??
P.S Hér í DK er það normið að vera með nesti að heiman, en á Íslandi er það ömurlega hallærislegt.
Ragnhildur Þórðardóttir, 4.12.2009 kl. 09:49
Amen systir!
Það er eins og fólk haldi að þetta sé svakaleg kvöð fyrir mann - að borða kjúlla á meðan hinir borða rjómasósumall með köku í eftirrétt. (nú eða eitthvað annað ) Ég væri ekki að þessu ef ég fílaði þetta ekki í botn. Þannig er það nú bara! Væri svakalega notó að geta borðað matinn minn án þess að svara spurningum um hann í hvert skipti.
Elín Helga Egilsdóttir, 4.12.2009 kl. 10:13
Ég elska og ét ofan í mig allt sem þú segir:)
Bloggið þitt er bara meiriháttar og fyrir mig er það eins og að opna dagatal:)
En ég er að spá í eitt..þetta með viktina??? (Veit nú er ég smá græn)
En er það einhver sérstök hlutföll...grænmeti vs kjöt/grjón...sem þú ert að vikta???
Dísa (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 11:10
Haha.. mikið er það nú fínt. Eins gott að ég hafi þá eitthvað djúsí og almennilegt hérna inni upp á dag
Heyrðu já, ég vikta allt prótein (kjöt, fisk), fitu (hnetur, möndlur, avocado..) og kolvetni (grjón, brauð, pasta, hafra, kartöflur, ávexti...). Grænmeti borða ég eins og enginn væri morgundagurinn og vatn drekk ég í tonnavís. Af því að ég skrifaði undir þagmælskusamning við ofurskvísuna hana Röggu þá má ég ekki segja til um nákvæmt magn, en get þó hinsvegar sagt að það fer allt eftir markmiðunum þínum. Hvort þú ætlir að létta þig, viðhalda þyngt eða byggja upp
Svo er líka bara ágætt að fara eftir "gut" tilfinningu. Fara bara eina ferð í hádegis og kvöldmat. Ef þú ert sársvöng eftir síðasta skammt í hádeginu, fá þér aðeins meira daginn eftir ofr.
Elín Helga Egilsdóttir, 14.12.2009 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.