3.12.2009 | 18:46
Kvöldmatur í tiltektargírnum
Ég er búin að taka til í öllu húsinu, hreinsa ísskápinn, taka til í fataskápnum og taka eitt gleðitryllingskast. Hreinsun á ísskáp fólst meðal annars í því að fjarlægja allt sem gæti mögulega eignast afkvæmi á meðan við erum í burtu. Bjó því til "Hvað er til í ísskápnum" hvítkáls-roastbeef hræru í tilefni af ísskáps hreinsuninni.
Blaðlaukur, laukur og rauðlaukur skorið smátt og steikt upp úr tæplega msk af olíu. Á meðan er hvítlaukur, hvítkál og brokkolí skorið smátt og lagt til hliðar. Hvítlauk er bætt út á pönnuna þegar laukgumsið er orðið mjúkt ásamt rauðum piparflögum, engifer, smá salti og pipar. Loks er grænmetinu bætt út á pönnuna og leyft að steikjast þangað til kálið er orðið nokkuð mjúkt. 3 - 4 mínútur. Þá bætti ég 2 tsk soja og 2 tsk hrísgrjónaediki út á pönnuna, hrærði duglega í og lét krauma.
Loks reif ég niður yndislega fína roastbeefið mitt og skellti út á pönnuna til að rétt hita í gegn. Skreytti með sesamfræjum - ristuðum.
Gvöööðdómlegt gums. Mikið er hvítkál svaðalega gott svona steikt og krumsað. Mjög gott kvöldsnarl - hef gert þetta áður og kem til með að gera aftur. Bara gleði.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Grænmeti, Kjöt, Kvöldmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 11:45 | Facebook
Athugasemdir
úff komst ekki heilan dag í tölvuna og á eftir að kommenta helling HAHHA..
segðu mér eitt er roastbeefið holt kjöt?
Heba Maren (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 09:03
Roastbeef er mjög gleðilegt. Fullt af próteinum og járni. Kolvetnasnautt og svo til fitulítið.
Elín Helga Egilsdóttir, 4.12.2009 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.