Grautargleði og Fettmúlar

Hvað er nýtt? Hvað er að frétta? Hræðileg, hræðileg fettmúlaæfing bíður mín eftir vinnu í dag. Hlakka pínku til í mínu sadíska eðli. Fann svo aðra fremur gleðilega leið til að trodda eggjahvítum í grautinn minn. Sjóða upp graut á gamla mátann - nú eða fylla hann af örbylgjum. Það kemur svo gott sem niður á sama stað. Setja svo stífar, vel hrærðar eggjahvíturnar út í, hræra fallega og fylla af jarðaberjum...

Kryddaður hafró með eggjahvítur og jordbær

Aðeins nær.

Eggjahvíturgrautur með jarðaberjum

Aaaaaaðeins nær.

Hmmh.. hann er kannski ekkert svo girnó eftir alltsaman! En er au natural grautur það einhverntíman? Nei ég held nú ekki!

Eggjahvíturgrautur með jarðaberjum

...eða banana, hnetum, hnetusmjöri, sultu, þurrkuðum ávöxtum! Þið ráðið því að sjálfsögðu mín kæru. En það er mjög mikilvægt að hræra fallega. Ástæðuna fyrir því veit ég því miður ekki! Ég bjó líka til svona um daginn. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta og setja þetta hingað inn er einnig óljós.

Hræðilegt vont

Ekki láta útlitið blekkja ykkur. Þetta lítur kannski krúttusprengjulega út en vont var það! Ég ætla heldur ekki að segja ykkur hvað þetta er, ykkar vegna - en ég borðaði það engu síður sökum hungurs! ((hrollur)) Tvær dularfullar og óútskýranlegar ástæður í dag. Hressandi ekki satt?

Fyrir ykkur sem enn eruð að velta fyrir ykkur hvað fettmúlaæfing sé, þá var ég að tala um fæturnar á mér. Fettmúlafætur fyrir allan peninginn! Yööhs!

Ég held ég sé með svefngalsa - get svoleiðis guðsvarið fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragga nagli benti mér á þessa síðu hjá þér og ég stóðst ekki mátið að kíkja inn á hana.  Nú 20 mínútum seinna þá er ég búinn að fá uppskriftir fyrir mánuðinn. 

 Þetta er hrikalega flot síða hjá þér og gefur manni FULLT af góðum hugmyndum.

sas (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 08:24

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Heyy, það er frábært að heyra!!  Gleður minn innri bloggara og átvagl óstjórnlega að þú hafið fundið eitthvað hérna til að prófa.

Annars barasta takk kærlega fyrir mig!

Elín Helga Egilsdóttir, 24.11.2009 kl. 11:55

3 identicon

Blessuð!

 Langaði að spyrja þig að einu. Er að fara að klára súkkulaðipróteinið mitt og var að hugsa hvort ég ætti að prófa eitthvað nýtt. Hvað heitir aftur próteinið sem þú notar? Ég hef verið að nota próteinið frá SciMx, sátt við súkkulaðið en vanillan sem ég á líka, er hræðilega væmin og "óekta". Minnir að þú hafir verið að tala um eitthvað, hvort það hét Muscle Milk eða eitthvað slíkt? Hvar kaupirðu, hvar get ég séð meira um það og hvað kostar? Semsagt það væri voða gaman að heyra hvaða proteinduft fær helst meðmæli þín ;)

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 01:51

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég var alltaf með Muscle-Milk, já. Fæst í www.perform.is í Hlíðarsmáranum. Eeeelska Muscle Milk. Getur hellt út í það smá vatni, þarft ekki hristara eða blender, hrært saman með skeið og borðað það eins og búðing. Grínast ekki - en þetta er máltíðaprótein. Ég nota bara hreint whey núna og er sjálf komin í anti-súkkulaðipróteins gírinn. Át einni skúbbu of mikið á síðasta ári og fékk ógeð  Ég kaupi mér yfirleitt hlutlaus prótein (vanillu, banana, ís...) bæði út af bragði, auðveldara að nota próteinið í mat (t.d. graut, brauð...) og svo er hægt að "krydda" hlutlausu próteinin (kanill, chilli...). Þykir hreina próteinið frá SciMx mjög gott, GRS-5 og að sjálfsögðu Muscle Milkið sem er uppáhalds. Annars var ég að spá í að prófa hreint whey Scitec og sjá hvernig mér líkar.

Fjúhh!

Elín Helga Egilsdóttir, 25.11.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband