20.11.2009 | 09:54
Epla og karamellusprengja í tilefni föstudagsins
Svo einföld, svo svaðaleg. Þetta er uppáhalds eplakrumsið/eplakakan mín! Það er hægt að leika sér með dýrið eins og sykurgrísinn leyfir. Ég segi það satt. Margir hafa beðið mig um að henda inn örlítilli uppskrift og hér kemur hún - jafn örlítil og hún er.
Krums yfir köku:
Jafn mikið af hverju fyrir sig.
Smjör, hveiti, sykur. Ég nota yfirleitt 150 - 200 gr.
Hræra saman í skál með smá salti ef vill, jafnvel kanil og vanilludropum. En það þarf ekki endilega. hræra saman þangað til úr verður deigklumpur. Má setja inn í ísskáp til geymslu.
Eplagleði:
Ég nota yfirleitt græn epli. Þau eru svo súr og vinna svo vel á móti ööööllum sykrinum og smjerinu sem í kökunni er, verða heldur ekki að mauki. Nota 4 - 6 epli, fer eftir stærð epla og stærð fats sem púsla á eplunum í.
1. Flysja epli og skera niður í báta.
2. Búa til karamellubráð á pönnu. Ég nota dass af púðursykri, vanilludropa, smá kanil, smjör og sýróp.
3. Taka 1/3 - 1/2 af eplabátunum, ásamt t.d. salthnetum (eða pecanhnetum), og brúna í karamellunni.
4. Hér er hægt að byrja að leika sér. Stundum set ég nokkrar klípur af deigkrumsi í botninn og á milli ferskra- og karamelluepla. Einnig set ég t.d. snickersbita eða rolo yfir, í og með ásamt miiiikið af kanilsykri og pínku púðursykri ef ég er í stuði. Oft hef ég dökkt súkkulaði í felum þarna líka. Já - þetta er sko ekki laust við sykur.
5. Rest af ferskum eplabátum komið fyrir í fati, vel kanilsykraðir, og karamellu-epla-hnetublöndunni hellt þar yfir.
6. Deigkrumsið er svo mulið yfir kökuna og kanilsykur þar yfir. Mjög gott að mylja t.d. hnetumúslí yfir, hnetur, súkkulaði... rosa gott að strá smá grófu salti yfir. Maldon t.d.
7. Sykurmagn fer algerlega eftir sætuþörf hvers og eins. Kakan hjá mér er aldrei alveg eins.
8. Væri örugglega geggjað að hafa marsípan í þessu!
9. 175° heitur ofn í 30 - 40 mínútur eða þangað til krumsið er orðið gyllt og karamellan farin að bubbla upp með hliðum.
Borðist með gleði í hjarta, rjóma, helst ís - karamellusósu fyrir þá allra hörðustu - og undirbúið ykkur undir sykurcoma og óviðráðanlega augnkippi það sem eftirlifir vöku!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur - "óhollt", Svindl, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 11:30 | Facebook
Athugasemdir
*gaaaaaaarrrrhhhhllll*
Erna (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 10:18
OMG
Takk fyrir
fríða (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:31
Það var nú mest lítið! Vona bara að dýrið nýtist vel
Elín Helga Egilsdóttir, 20.11.2009 kl. 12:27
sniiiiiiilld! Frábært, takk fyrir þetta og ég hlakka brálæðislega til að prufa þetta!
kveðja og góða helgi
Helen
Helen Garðarsdóttir, 20.11.2009 kl. 16:55
Hún klikkar ekki þessi! Best í heimi - einn biti og maður liggur flatur!
Elín Helga Egilsdóttir, 20.11.2009 kl. 18:37
Wow wow wow! ekki beint heilsubomba....but hits the spot right in the middle.
Hungradur (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 22:22
saaaæææælllll!!! ég byrjaði að spangóla við lesturinn. Þessi verður testuð á næstu Ólympíuleikum.
Ragnhildur Þórðardóttir, 21.11.2009 kl. 09:27
Beint í mark, út á ská, hnakka og heljastökk! Ekkert sem fer úrskeiðis - eeeelska eplakrumskökur!
Elín Helga Egilsdóttir, 21.11.2009 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.