Selfossdagar

Nýjasta uppáhalds nýjasta nýtt. Enn eitt skyrgumsið!

Skyr, jarðaber í allskonar myndum, epli, kanill og vanilló 

Le gums innihélt smátt skorið epli, nokkur frosin jarðaber, nokkur örbylgjuð jarðaber, vanillurdropa, kanil og ristaðar pecanhnetur. Oghh... gott! Geymt í kæli, naturlig, og borðaði ísbrakandikalt! Ætla að setja hindber út í næst, þau eru svo ljúf.

Annars er árshátíðin mín haldin á Selfossi um helgina. Gisti frá föstudegi til sunnudags og þarf þar af leiðandi að skipuleggja matarræðið pínkulítið. En þó bara pínku. Laugardagar eru nammidagar og árshátíðin verður nýtt til hins ýtrasta. Ég ætla líka að leita uppi spriklstöð á Selfossinum og sprikla aðeins á laugardaginn. Sýna Selfyssingum hvernig Garðbæingar stúta fótleggjum! Taka svaðalega æfingu rétt fyrir árshátíð - allt í lagi, sperrurnar láta aldrei sjá sig fyrr en daginn eftir, ef þær láta sjá sig það er!

Ekkert minnst á jólin í þessum pistli.. hahh... uuuu.. hmm? FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mm .. gaman að fá hugmyndir hvað er hægt að gera við hreint skyr - keypti eimitt eina dollu til að gera prufu

 Annars held ég að það sé leikfimistöð á Hótel Selfossi .. en svo veit ég að það er fínasta stöð í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn Ný og fín tæki og alles ...

Eigðu góða og skemmtilega helgi.

(setning dagsins hjá mér .. "Leyndarmálið við að komast áfram er að hefjast handa - er nefnilega með frestunaráráttu við að taka mig líkamlega í gegn og er svo ósátt við mig )

Ásta (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 09:37

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohh takk fyrir það Ásta. Þetta verður án efa mikið fjör  

Kannast mjög svo vel við gálgafrestsþörfina - en þessi setning/mottó er alveg að gera sig! Þýðir ekkert annað en að byrja, annars gerist nákvæmlega ekki baun

Elín Helga Egilsdóttir, 6.11.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband