Nestaðu þig upp

Var að heiman í allan dag. Fórum og kíktum á litlu nýfæddu skvísuna a la Einar og Ósk. Til lukku aftur bæði tvö. Hún er yndislega fín alveg. Náðum okkur svo í skrifborð inn í litla herbergi og heimsóttum Gúmmulaðihöllina. Tók þarf af leiðandi með mér nesti til að friða átvaglið þegar maginn byrjar að veina. Það er ekki mikið sport að vera fastur í umferð með sársvangt átvaglið á bakinu!

Veislan var tvíþætt. Skyr og möndlur og svo eggjahvítu/avocado gums hrært saman með smá rauðlauk, tómati, saltað og piprað vel og loks toppað með salsasósu.

Eggjahvítu og avocado hræra með tómati, rauðlauk, salsasósu salti og pipar

Ég komst ekki lengra en að eggjahvitu og avocado hrærunni - er að narta í skyrið núna. Þó aumingjans máltíðin líti ekki par fallega út, þá var hún óvenju æðisleg, bragðgóð og seðjandi! Kom mér eiginlega á óvart, eins ómerkilegt og þetta mall nú var. Þetta var í raun bara eins og að borða guacamole... kannski svolítið perralegt, ég veit það ekki - en mér þótti hræran æði! Halo

Fljóltlegt eggjahvítu og avocado gums - merkilega bragðgott

Alltaf svo gaman að uppgötva gott skyndimall. Sérstaklega þegar ég veit að ég á pottþétt eftir að gúlla þessu saman í annað sinn, þriðja, fjórða...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yo...er eggjahvítan sodin eda örbylgjud?  Í hvad notardu eggjaraudurnar (reyndar gulurnar) sem thú notar ekki í rétti eins og thennan?

Ágiskanir:

1 Gefur köttunum thaer

2 Gefur Palla thaer

3 Hendir theim í ruslid

4 Notar thaer í heimagert pasta

5 Étur thaer sjálf hráar í laumi

6 Notar thaer í listaverk

7 Thurrkar thaer og notar sem gullfiskafódur

8 Frystir thaer thangad til thú hefur fundid út hvad thú eigir ad gera vid thaer 

Hungradur (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 06:44

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ahhh góð spörning. Ég uppgötvaði gerilsneyddar eggjahvítur hjá Garra sem ég kaupi mér, einmitt til þess að losa aumingjans eggjarauðurnar undan aðskilnaðinum.

En það væri nú alveg góð hugmynd svosum að fylla misster Paulsen af eggjarauðum og sjá hvað gerist!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.10.2009 kl. 09:51

3 identicon

Hæ, rakst á bloggið þitt gegnum gúggl og langar mikið að vita hvar þú færð svona gerilsneyddar eggjahvítur. :)

Védís (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég heimsæki yfirleitt þennan snilling (heildverslun) og kaupi af honum eins og einn dúnk  Mikil snilld sem þetta er!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.10.2009 kl. 11:04

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Og já, Hungraður. Ég er letihaus og oftar en ekki þá örbylgja ég eggjahvíturnar. Avocado eggjahræran innihélt jú... örbylgjuhvítur!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.10.2009 kl. 11:08

6 identicon

Ok, kemstu alveg yfir heilan dúnk á viku eða er hægt að frysta þetta í einhverjum skömmtum? :)

Védís (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:43

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég er mjög öflug í eggjahvítunum og vika er yfirleitt nóg  En ég hef þó komist að því að dúnkurinn dugar í meira en viku án þess að eitthvað hræðilegt gerist!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.10.2009 kl. 12:16

8 identicon

Egg thola ad thau séu geymd í nokkud langan tíma EF thau eru geymd í kaeli.  Ekki látin standa frammi heldur alltaf haldid köldum.  Sennilega a.m.k. 6 vikur ef theim er stödugt haldid köldum.

Hungradur (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 09:55

9 identicon

 Vá, það er allt mögulegt spennandi þarna!

Getur hver sem er pantað? og hvernig er verðið, svona miðað við bónus?

 kv. Laufey

Laufey (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 17:07

10 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jájá, getur hver sem er pantað. Ég fer alltaf uppeftir. Á það til að kaupa hjá honum hnetur ofl. Hef ekki kannað nákvæmlega með verðið en lauslega held ég að það sé að koma út á sama stað og t.d. í Bónus. Amk. hnetukaupin.

Elín Helga Egilsdóttir, 20.10.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband