Nautalund í hádeginu og nammibland á kvöldin

Hef ég ekki alltaf sagt að laugardagar séu góðir át-dagar? Svoleiðis dekrað við mann að annað ein hefur ekki sést. Herra Slappur er enn í heimsókn og herjar á líkama og sál en átvaglið virðist sleppa. Pallinn tók sig til og eldaði nautalund ofan í undirritaða í hádeginu í dag. Sætu kartöflu franskar fengu að fylgja með og grænmeti í stíl, þó það sjáist ekki. Þessa nautalund var hægt að borða með skeið, hún lak í sundur. Það þurfti ekki einusinni sósu! Ekkert nema geggjað! Úff hvað þetta var hryllilega gott!

Nautalund og sætu kartöflu franskar

Nammikvöldið er hinsvegar löngu planað. Ofnbakað ziti með hakki, nammi og að sjálfsögðu ís. Nammidagar eru ekki heilagir nema ísinn komi við sögu.... sagið einhver Nóakropp? Ef hressleikinn verður til staðar í kvöld lista ég upp syndirnar hverja á fætur annarri. Ohhh hvað ég get ekki beðið með að byrja hamsið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm......ertu að saga nóakropp??  Til að fá tvö út úr einu??

Dossa (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 16:59

2 identicon

Flott hjá Palla!  Audvitad á ad dekra vid babes eins og thig....sérstaklega thegar slappur er í heimsókn.

Hungradur (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 17:08

3 identicon

Annars er thad ekki haettulaust ad borda hrátt kjöt.  Margir bandaríkjamenn og frakkar smitast vegna neyslu sinnar á hráu kjöti.

Ég borda aldrei hrátt kjöt.  Alltaf vel steikt.

http://toxoplasmosis.askdefine.com/

Hungradur (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband