4.10.2009 | 19:20
Svellköld... eins og Shaft
Fórum í húsgagnaveiði í dag og ég held, svei mér þá, að ég hafi fundið hluti á sæmilegum prís til að skreyta hellinn með. Endanleg kaup verða fest í vikunni. Vissi hinsvegar að ég yrði út úr húsi í hádeginu svo ég skellti saman hakki, grænmeti og sætri kartöflu til að taka með. Ágætis gums þó svo það vinni engin verðlaun!
Palla þótti þetta stórmerkilegt og fór að mínu fordæmi. Hann skellti í sinn eigin skammt og var svakaleg ánægður með útkomuna. Ég verð nú samt að viðurkenna, þó svo mitt gums hafi ekki verið það fínasta, sem út úr mínu eldhúsi hefur komið, þá var Pallaskál allsvaðalega fátækleg! Ég hló mikið þegar ég sá meistaraverkið afhjúpað! Harlem hakk og harðfiskur a la Palli! Kreppufæði upp á sitt besta
Beint úr hádegisnarti og inn í IKEA. Þegar inn í völundarhúsið var komið tók mikil snúðalykt við mínu sérlega nefi. Bökunarlyktin varð meiri og meiri eftir því sem leið á labbið og loks, mér til mikillar skelfingar, rann það upp fyrir mér. Það eru snúðadagar í IKEA! SNÚÐADAGAR! Nýbakaðir snúðar í öðruhverju IKEA eldhúsi og allir smjattandi, brosandi, hlæjandi... ég lét það ekki á mig fá! Ekki einusinni þegar Palli gafst upp og byrjaði að narta. Fólk stökk á mig úr öðruhverju skúmaskoti og bauð mér snúðasmakk... græðgispúkanum til mikillar kátínu. Eftir smá hik rankaði ég þó við mér og með smá tilhlaupi tók ég þrefallt heljastökk yfir bjóðarann, tæklaði bakarann með örlitlu "Jííhaaa" og strunsaði svellköld framhjá lyktinni. Shaft! Í fjarska heyrði ég bjóðarann hrópa "Dúnmjúkir með kanileplum, valhnetum og karamellusósu"! Ég sneri mér þá við, tók eitt stórt þef út í loftið og hélt labbinu áfram.
Ef einhverntíman hefur verið lagt próf fyrir átvaglið, þá var það í dag. Ég geri passlega ráð fyrir því að hafa staðist þolraunina með mikilli prýði og heimta sæti í svakalegum grískum guðagarði í næsta lífi.
Farin að fá mér kjúklingbringu! Það held ég nú!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Kjöt | Breytt 24.9.2010 kl. 10:36 | Facebook
Athugasemdir
Jeminn! ekki hefði ég staðist snúðana. (Hvernig má það vera að þessi súðadagur fór alveg fram hjá mér)
Þú ert hetja!
Elisa (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 19:47
Vá vá vá!! Hvílíkt HÖRKUTÓL thú ert! Thú faerd fimm stjörnur af fimm fyrir frammistöduna (ég meina kanilsnúdar og allt!!..sísús)
Hungradur (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 20:12
Ekkert minnst á alla hjálpina sem að við famelían veittum, ég með faglegri innanhússráðgjöf og VogV við hjálpina að klára nammiísinn
Dossan (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 21:07
Snúðadagarnir fóru heldur betur fram hjá mér - veit ekki hvort ég hefði þorað inn hefði ég vitað af þessu Mjög erfitt að ganga í gegnum eitt stykki ikea með snúðalykt í nefinu allan tímann!
Já! Dossan reddaði innanhúsarkitektamálum! Hellirinn verður tekinn í gegn og Nonni getur sofið vært vitandi að svefnherbergið verður brjálæðislega fínt eftir breytingarnar
Elín Helga Egilsdóttir, 4.10.2009 kl. 21:39
Já auðveldara að labba alveg framhjá en ætla sér "bara eitt smakk" haha! Ég fékk mér sko að smakka ... og jah góðir voru þeir :) En þeir voru líka allt of sætir þegar maður er búinn að venja sig af svona dísætu.... Heimabakaðir og ekki of sætir eru MIKLU betri!
Laufey B (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 11:56
Sammála síðasta ræðumanni!
Elín Helga Egilsdóttir, 5.10.2009 kl. 12:12
Elín das fashista! Ég hefði aaaaldrei getað þetta. Jú kannski í wedding-arms-geðveikinni.. kannski. Vá hvað þú ert dugleg!! (og geðveik.. á góðan hátt )
Erna (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 14:40
Vandamálið við þessa færslu er að hún er svo margþætt - þegar maður er búin að lesa hana alla þá er maður búin að gleyma nestinu hans Palla - KOMMON Paulsen! Ég hefði nú varla gefið hundunum þetta nasl hans - dry nautahakk og harðfiskur........ úr hvaða sveit er maðurinn????
Ég á bara ekki eitt aukatekið orð
Dossa (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 14:51
Svona er þetta þegar samviskan nagar mann inn að beini fyrir að hafa hátt allsvaðalegan ofur laugardags nammidag. Ég er rétt núna að losna við kanilsnúðalyktina úr systeminu!
Já.. þessi kreppuskál hans Palla var nokkuð mögnuð! Þetta hljóta Hornfirðingar að borða - nema Palli sé eitthvað duló?
Elín Helga Egilsdóttir, 5.10.2009 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.