Einfaldur og fljótlegur roastbeef hrísgrjónaréttur

Eins og ég hef alltaf sagt. Það þarf ekki að vera flókið til að bragðast vel! Einfalt, fljótlegt, bragðgott - mitt mottó takk fyrir góðan daginn. Byrja á því að sjóða hýðisgrjón í muss með smá salti.  Gulrót, laukur (rauð- og hvít-) og paprika er skorið niður í litla bita, sett í skál og hitað í örbylgju. Fátt um fínheit, í matargerð, á laugardegi Wink. (Þetta er sama grænmetisbland og ég notaði hér. Það svínvirkar með pipruðu kjötinu) Á meðan grænmetið er að örbylgjast, er kjötið rifið/skorið niður í litla bita.

Roastbeef hrísgrjónaréttur með grænmeti

Hella heitum grjónum og grænmeti í skál, ásamt rifnu kjötinu, og hræra saman. Kjötið fær í sig hita frá G-unum tveimur (grjón og grænmeti) og bragðið af því verður guðdómlegt. Engin olía, bara salt frá grjónum og pipar frá kjöti. 

Roastbeef hrísgrjónaréttur með grænmeti

Þetta gæti ekki verið einfaldara og jah... hollara? Allt syndsamlega 'löglegt' og ekkert nema gaman að bíta í. Að frátöldum 45 mínútunum sem það tók grjónin að sjóða, þá var ég 10 mínútur, frá byrjun til enda, að púsla þessu saman. Þó rétturinn sjálfur hafi verið hálf litlaus greyið, þá var þetta æðisleg máltíð og bragðið geggjað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

PEEKABOO!! (GJUGG Í BORG!!)

Hungradur (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband