27.9.2009 | 17:27
Rækjusamloku í töskuna
Átti afgangs rækjur síðan í gær, og vissi að ég yrði út úr húsi yfir hádegismatinn, svo ég bjó ég mér til rækjusamloku 'to go'. Flott að geta nýtt rækjurnar og ennú betra að þurfa ekki að velta um sjálfa mig af hungri inn í miðri smáralind. Pakkaði dýrinu inn í vitawrap!
Rækjulokan kemst mjög fallega fyrir í ofurtöskunni minni ásamt penna, glossi, kveikjara og tannþræði. Allt mjög þarfir hlutir til að búa til sprengju - eða aðra rækjusamloku! Bond... Elín Bond!
Voila!
Gott að grípa í samlokuna þegar hungrið fer að segja til sín...
...ét og njót!
Hver þarf lítinn hund í töskuna þegar þú kemur rækjuloku þar fyrir? Ekki éturðu hundinn - svo mikið er víst!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fiskur, Hádegismatur, Ragga Nagli | Breytt 24.9.2010 kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Þú gætir étað hundinn ef hann væri Hot Dog
Dossa (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:53
Hohoho
Elín Helga Egilsdóttir, 28.9.2009 kl. 12:44
Bíddu....thótt mér komi thad ekkert vid..en á kveikjarinn eitthvad erindi í thessa tösku? Kom mér svolítid á óvart. Ég er kannski ad misskilja thetta....ég sé a.m.k. engar sígarettur. Gaseldun?
Raekjusamloka..yummy!
Hungradur (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 17:36
Hahahah.. já. Ég nota hann þegar allt annað þrýtur og ég þarf nauðsynlega að hita mér mat!
En almáttugur nei - til að koma í veg fyrir allan misskilning. Þessi kveikjari er svo sannarlega ekki sígarettukveikjari! Ég sanka að mér furðulegustu hlutum sem yfirleitt enda ofan í þessari tösku af einhverjum ástæðum
Elín Helga Egilsdóttir, 28.9.2009 kl. 18:45
Átti erfitt med ad ímynda mér thig reykja. Thad var alveg út úr kortinu.
Hungradur (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.