26.9.2009 | 14:40
Kósý inniveður
Þetta veður býður ekki upp á neitt annað en inniveru, kúr og bíómyndir! Vafin inn í teppi, útötuð í köttum og fletið fyrir framan sjónvarpið reddí! Eina sem vantar, til að gera inniveruna fullkomna...
...matur!
Ástæðan fyrir því að þið sjáið ekki pizzu, sveittan burger eða ís á þessari mynd (sem væri hið fullkomna vondaveðurs snakk) er einföld. Inniveður = að vera inni og það að panta mat kostar svo gott sem handlegg. Ég hljóp því inn í eldhús, þegar hungrið fór að segja til sín, steikti risarækjur, þurrristaði grjón og blandaði öllu saman í skál með grænmeti! Endaði nú reyndar á því að skera risarækjurnar niður í smærri bita til að létta átvaglinu lífið.
Rækjunum leyfði ég að liggja í sítrónusafa, smá sítrónuberki, engifer, hvítlauk og cumin fræjum. Saltaði loks gumsið og pipraði, eftir að rækjurnar voru tilbúnar. Bragðið var flott, skemmtileg blanda með grjónunum og virkilega fínn innipúkamatur!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fiskur, Hádegismatur, Ragga Nagli | Breytt 24.9.2010 kl. 10:27 | Facebook
Athugasemdir
umm þetta hljómar vel sem innipúkamtur, líka lettur og hollur.
Gurra (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.