21.9.2009 | 18:21
Allt annað en stórmerkilegt
Búin að vera hálf krumsuleg í allan dag. Var alls ekki í skapi fyrir eldamennsku þegar ég kom heim úr vinnu og þakkaði öllum englunum fyrir mín sérlega vel unnu skipulagsstörf í gær! Kalkúnabringa beið mín í ofvæni inn í ísskáp ásamt hinu sígilda ofurblandi Elínar, tómötum, grænum, jalapeno, pipar og smá hot sauce. Húha!
Eftirrétturinn var að sjálfsögðu handfylli af möndlum. Ég hitaði þessar í örbylgju og stráði pínku salti og kanil yfir. Hvað annað? Þetta er bara nammi!
Hinsvegar verða stórmerkilegheitin haldin hátíðleg á morgun. Ég hef ég ákveðið að útbúa mér... jesús, ég hlakka svo til... roast beef samloku í hádegismat fyrir morgundaginn! Hihiii! Það eru 100 ár og 2 mínútur síðan ég fékk mér síðast roast beef. Onei, ekki þessi typical remúlaði laukklessa heldur grænmetisfyllt loka með smá sinnepi. Þær eru svo svaðalega góðar. Átti mjög erfitt með að skipta ekki út kvöldmat dagsins fyrir hádegismat morgundagsins. En ég stóðst prófið!
Þriðjudags roast beef - here I come!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Holla fitan, Kjúklingur/Kalkúnn, Ragga Nagli | Breytt 24.9.2010 kl. 10:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.