Inglorious Basterds og harðfiskur

Fór í þrjú bíó í dag. Hahh... eitthvað sem ég hef ekki gert í ansi langan tíma. Myndin kom mér nokkuð á óvart, væri vel til í að góna á þessa ræmu aftur. Eins og sönnum Íslending sæmir tók ég galvösk til harðfisk og pecanhnetur áður en lagt var af stað í bíóför. "Bíónamminu" kom ég fallega fyrir í tveimur aðskildum pokum og arkaði, stórum skrefum, framhjá nachos, ostasósu og bíópoppinu sem tekur á móti manni í bíóhúsum landsins. Svellköld! Mynd af herlegheitunum var ekki fest á filmu sökum myrkurs í bíósal, en harðfiskinn ákvað ég að geyma eftir mikið hugsana- og átvaglastríð við sjálfa mig - það er líklegast ástæða fyrir því að 'illa' lyktandi fæða er ekki seld til snæðings í litlum, þröngum rýmum!

Beint úr bíó og heim til ofur ömmunnar í mat. Kjúlli og grænmeti. Einfalt, fljótlegt, nom.

Léttur og ljúffengur ömmukjúlli

Að sjálfsögðu var ís í eftirrétt. Myndin segir ekki alla söguna en góður var hann. Heslihnetur og smartís skreyttu dýrðina. Margfaldið þessa skál með 2,5... og nokkrum smartísum!

Eðalís - ís er bestur

Gúmmulaðihellirinn tók loks við og undirbúningur, fyrir morgundaginn og vikuna, hófst. Grillaði kalkúnabringu í herra Foreman. Hún kemur til með að fæða okkur tvö í hádegis og kvöldmat. Gleðilegt nokk. Það sem kemur, meðal annars, til með að fylgja mér í vinnuna á morgun er biti af ofurbringunni.

Kalkúnabringa - dugir í 2 máltíðir f/2

Valhnetu-, banana og kanilgums.

Valhnetu-, banana- og kanilgums

Já gott fólk... Lucky Charms! Ég mæli ekki með þessu í morgunmat fyrir nokkurn mann - ekki einusinni kettina mína. En þetta kemur til með að fara ofan í mig eftir æfingu á morgun. Það skal líka viðurkennast, hér og nú, að það er ekkert slæmt að narta í Charmsið!

Hræðilegt eftir æfingu lucky charms gums - en samt svo skammarlega gott

Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að taka fínar flasslausar myndir á kvöldin. Sérstaklega með rassmusar týpunni af mini-vél sem fylgir mér hvert sem ég fer. Ætli ég endi ekki á því að útbúa mér ponsulítið stúdíó í einu horni Gúmmulaðihallarinnar. Þar gæti ég stundað brjálæðislegar matarmyndatökur langt frameftir nóttu...

...matarklám af sverustu gerð! Herre gud og allir englarnir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

U dirty food porno basterd!

og btw wise call með harðfiskinn - er viss um að ég hefði buffað hvern þann sem hefði verið að rífa í sig harðfisk í bíósal meðan ég væri að reyna að gúffa hið góða bragðlausa upphitaða bífópopps

Dossa (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahaha.. ég sá að mér! Voru aaaðeins of margir í bíó á þessum tíma til að gúffa í sig harðfisk. Mjög úthugsað bíónammi finnst þér ekki? (eða þannig)

Elín Helga Egilsdóttir, 21.9.2009 kl. 06:06

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Færð fullt af hollustustigum fyrir þennan gjörning í bíóinu. Fór einmitt með kjúlla + hnetusmjör í bíó hér í DK um daginn og kellan við hliðina á mér var ekki að ráða við glápið þegar ég smurði bitann með vænum slurki og stakk svo upp í túlann. Svo gróf hún auðvitað hendinni ofan í spikfeitan popp-poka.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.9.2009 kl. 13:24

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahh.. snilldin einar! Svona á að gera þetta! Ég þarf að prófa kjúlla og hnetusmjör - það er bara eðal hugmynd!!!

Elín Helga Egilsdóttir, 21.9.2009 kl. 14:01

5 identicon

Langar bara að láta þig vita hve gaman ég hef af að lesa matarbloggið þitt -   

svo er svo margt sem mann langar til að prófa!

Kær kveðja, Rósa

Rosa G Jonsdottir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband