16.9.2009 | 19:50
Þykjustunni bolognese sósa
Þykjustunni bolognese af því að alvöru kjötsósur eru stútfullar af krafti og gleðilegheitum. Ég notaði í raun bara það sem ég fann hérna heima. Ekkert- rauðvín, sellerí, sveppir, fersk krydd... en assgoti var hún samt vel heppnuð þessi. Holl, góð, 'fersk' og virkilega skemmtileg! Þarf ekki endilega að setja út á hakk. Væri líka hægt að hræra t.d. saman við spaghetti.
Þykjustunni bolognese sósa - fyrir 2
1/2 nokkuð stór rauðlaukur
1/2 stór gulur laukur
3 niðurrifin hvítlauksrif
1/2 tsk kanill
1 msk, tæplega, oregano þurrkað
1 msk, tæplega, basil þurrkað
salt og pipar eftir smekk
2 meðalstórar gulrætur, niðurskornar
4 ferskir tómatar, niðurskornir
2 jalapeno hringir, niðurskornir
1,5 msk, um það bil, tómatkraftur.
Vatn þegar líður á eldunina. Ég notaði 1 dl.
Byrja á því að hita olíuna á pönnu. Þegar olían er orðin heit hella öllum lauk út á pönnuna og steikja þangað til meyr. Bæta þá við kryddum, steikja í 1 - 2 mínútur aukalega, og setja tómatkraftinn út í. Eftir það bæta grænmeti og jalapeno út á pönnuna...
...og leyfa að malla í 30 - 40 mínútur. Jafnvel lengur - eða þangað til sósan lítur um það bil svona út. Á þessum tímapunkti væri snjallt að bæta hakkinu út í sósuna, ef þess er óskað, og leyfa að malla í svolítinn tíma. Það er æði. Við gerðum það reyndar ekki í þetta skiptið. Höfðum hakkið til hliðar, settum í skál og bættum sósu út á eftir smekk.
Bæta núna við 1 dl af vatni, meira eða minna eftir smekk, (hvort sem hakkið er komið út í eður ei) og sjóða í nokkrar mínútur í viðbót, eða þangað til sósan hefur náð þeirri þykkt og áferð sem þér þykir best.
Ohh þetta var svo gott. Virkilega gott. Ég er mikill kjötsósu/bolognese aðdáandi og þessi var æði. Bragðið flott, kanillinn sparkaði skemmtilega í hvern bita, aðeins sterk. Ójá, kem pottþétt til með að nota þessa í lasagna á næstunni. Prófa að bæta við sellerí og sveppum... mmmmhh, góður, góður miðvikudagsmatur. Svo mikið er víst!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjöt, Kvöldmatur, Ragga Nagli | Breytt 24.9.2010 kl. 10:21 | Facebook
Athugasemdir
Sá þetta og hugsaði til þín......
http://www.boingboing.net/2009/09/04/pears-grown-in-the-s.html
Þú ert hvort eð er alltaf svo andleg með ávextina þína
Dossa (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:46
Hahaha æhj hvað þeir eru fínir! Ætli það sé samt ekki erfitt að bíta í ein svona búdda?
Elín Helga Egilsdóttir, 16.9.2009 kl. 21:00
Þú ert algjör snillingur! Ég skoða síðuna þína oft á dag og enda oftar en ekki í eldhúsinu í kjölfarið.
Ég elska elska elska bloggið þitt og uppskriftirnar ;-)
Takk kærlega fyrir mig!
Guðrún Veiga (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 06:43
Takk kærlega fyrir Guðrún og mín er svo sannarleg aánægjan
Vá, en gaman að heyra svona. Ég vona bara að þú getir nýtt þér eitthvað af þessu og njótir vel.
Elín Helga Egilsdóttir, 17.9.2009 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.