15.9.2009 | 12:47
Hver er sætastur?
Get ekki dásamað sætar kartöflur nógsamlega! Ég er yfir mig hrifin af þessu fyrirbæri og borða meira af þeim en góðu hófi gegnir. Er, samt sem áður, nokkuð viss um að góði hófskvarðinn, í sætu-kartöfluáti, sé fyrirgefanlegri en aðrir kartöflukvarðar, enda eru þessir appelsínugulu gleðigjafar stútfullir af allskonar heilsusamlegum eindum og atómum! Flókin kolvetni, lár GI stuðull, vitamin A og C, járn, kalk, prótein, trefjar. Könnun á vegum CPSI setur sætu kartöfluna einnig í fyrsta sæti yfir næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst.. já takk!
Fékk mér einmitt, kálblaðs, kjúklingavefjur í hádegismat. Þær innihéldu meðal annars, sæta kartöflu, tómata, papriku, krydd, hot sauce og jalapeno. Eftirrétturinn var að sjálfsögðu sæt kartafla útötuð í kanil! Úhhúhúh... það er svoo gott!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Kjúklingur/Kalkúnn, Ragga Nagli | Breytt 24.9.2010 kl. 10:20 | Facebook
Athugasemdir
essasú ?!
Svava frænks (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 21:11
Elín Helga Egilsdóttir, 16.9.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.