14.9.2009 | 16:21
Banana og möndlusmjörsloka mínus brauðið
Nákvæmlega það sem titilinn segir. Banani og heimagert möndlusmjör á milli! Æðislegur biti í eftirmiðdaginn! Mjúkur sætur banani, stamt möndlusmjör með eilítið sætum keim.
Grísinn í bakgrunn er líka ánægður með viðbitsvalið. Leifði honum að vera með til að halda í bleika þemað síðan í morgun. Gleðigrís með meiru!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hnetur, Millimál, Ragga Nagli | Breytt 24.9.2010 kl. 10:18 | Facebook
Athugasemdir
Mig langar í thetta. Hvernig gerir madur möndlusmjör?
Hungradur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:05
Oh, svo einfalt. Barasta taka hráar möndlur, beint í matvinnsluvél og hræra þangað til úr verður mjúkur massi. Hægt að gera þetta við nánast allar hnetur/hnetublöndur.
Stundum rista ég möndlurnar með smá salti, kanil og hunangi - hræri svo. Bara gott og gleðilegt. Líka gott að blanda út í ferlið mitt rúsínum, hnetubitum... endalausir möguleikar.
Sjá t.d. hér.
Elín Helga Egilsdóttir, 15.9.2009 kl. 15:23
Thakka kaerlega fyrir svarid (fínar myndir)...og ég thakka fyrir innblásturinn eins og Ragnar.
Hungradur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:42
Takk kærlega fyrir og mín er svo sannarleg ánægjan
Elín Helga Egilsdóttir, 16.9.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.