13.9.2009 | 00:39
Bragðarefir og bólfimi
Eftir mjög vel heppnað matarboð hjá Einari og Ósk, sem innihélt meðal annars lasagna, búðing, kökur og eplapie, þá var nammidagurinn fullkomnaður með ís. Ekki bragðarefur í eiginlegri merkingu... en svo til sömu innihaldsefni! Uppáhalds uppáhald!
Eftirvæntingin var mikil á leiðinni heim í Gúmmulaðihellinn. Þar beið okkar herra Þór! Ég lét ekki segja mér það tvisvar og testaði að sjálfsögðu gripinn. Ekki bólfimi í eiginlegri merkingu heldur... en assgoti nálægt því!
Flikk...
...wheeeee...
...flakk...
...heljastökk.
Þórinn virðist einnig gefa sumu fólki yfirnáttúrulega hæfileika!
Ahh!
Þetta er ekkert nema gleði! Rúmið stóðst prófið með prýði! Já, það er myndalaus rammi fyrir ofan rúmið, já, rúmið heitir því eðal nafni Þór og jú, að fara í kollhnís í nýju rúmi er eitthvað sem allir amk. hugsa um að gera einusnni!
Þá er bara að sjá hvort skrokkurinn sætti sig við nýheitin!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Svindl, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 10:17 | Facebook
Athugasemdir
Vá....hvílíkt "sugar rush". Everybody was kung fu fighting...
Hungradur (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 11:22
Hahaha
Elín Helga Egilsdóttir, 13.9.2009 kl. 11:33
Gaaaaaaaaaaarg úr hlátri!!!
Dossa (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 11:47
BTW.... er alltaf að reyna að kenna litlu frænku þinni að það megi ekki hoppa í rúminu - eins gott að hún er ekki farin að fara bloggrúntinn
Dossa again (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 11:49
Eins og beljur að vori!
Elín Helga Egilsdóttir, 13.9.2009 kl. 15:04
U graZZZZy people ! þetta gerir maður ekki við nýtt rúm !!! -vona að þetta hafi verið gamla rúmið sem þið voruð að misþyrma í síðasta sinn :)
Svava frænks (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 18:45
Því miður nei... nýja rúmið fékk að kenna á því! Er ekki viss um að okkur hefði verið seldur gripurinn hefði sölumanneskjan vitað hvað myndi gerast við komu í hellinn!
Nokkuð viss um að ábyrgðin eigi ekki við trampolínhopp!
Elín Helga Egilsdóttir, 13.9.2009 kl. 18:50
varla hægt að gera nokkuð annað í þessu svefnherbergi - það er nú voða lótið rómó þarna - myndarammi á veggnum, engar myndir - gardínustöng, engar gardínur - þetta er afskaplega slappt :(
Nonni (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 14:47
Heyrðu nú mig... kannski maður sé barasta í miðjum framkvæmdum, nýbúinn að mála og kaupa myndaramma til mátunar! Það gæti bara vel hugsast ... hmm ha!
Elín Helga Egilsdóttir, 14.9.2009 kl. 16:08
Heyrðu, hverju átt þú eiginlega von á ? Þarf að vera full-blown varðeldur og stjörnubjart í öllum svefnherbergjum til að aðrar tómstundir heldur en rúmhoppur og loftleikaljósmyndun komist að ? :)
Palli (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:53
Hahahah þið eruð svo biluð!
Annars segi ég bara: Vó Elín.. maður kemst ekki á ellublogg í nokkra daga og þá er maður einhverja klukkutíma að catch up! Díses!
Segi bara amen og æði við öllum matnum eins og vanalega og svo líst mér bara asskoti vel á hann Þór! Ég held það hefði nú verið betra að framkvæma þessi álagspróf í búðinni áður en þið borguðuð en hver hefur sína hentisemi.
Og Palli. Já. Það þarf.
Erna (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 09:26
Svona er þetta - ofvirkir fingur og átvaglið óstöðvandi. Aumingjans puttarnir hafa ekki undan!
Annars var ég að kaupa eldstæði og tígrisdýr til að punta með inn í svefnherbergi! Held það eigi eftir að auka spennuna svolítið þar inni!
Elín Helga Egilsdóttir, 15.9.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.