Hafrar í margskonar myndum

Sunnudagsmorgunverðurinn tæklaður af einskærri snilld.

Undirrituð.

Frosin jarðaber og próteingrautur með múslí.

Frosin jarðaber og próteingrautur

Mister Paulsen.

Pönnusteiktir hafraklattar með hnetusmjöri, bönunum, sultu og kókos.

Pönnusteiktir hafraklattar

Átti afgangs soðinn graut sem ég bætti út í 2 eggjum, 1/4 bolla kotasælu, 1/2 tsk lyftidufti, 1/2 tsk vanilludropum, 1 tsk kanil, smá hunangi og 'fyllti' svo upp í gumsið með haframúslí, eða þangað til hafrarnir voru rétt húðaðir með blöndunni. Steikti þá svo á pönnu þangað til þeir urðu stökkir að utan en mjúkir að innan. Úr herlegheitunum urðu til 6 klattar. Mjöög góðir og skemmtilegir, með allskonar óvæntum hnetubitum, rúsínum og fræjum! Mmmmm....

Dagurinn rétt að byrja og allt í glimrandi gleðilegheitum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Eftir síðustu færslu er nauðsynlegt að vita - hvernig svafstu svo í trambolínrúminu?

Ólafur Eiríksson, 13.9.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahaha

Trampolínrúmið Þór skilaði sínu. Styður sérlega vel við bakði á manni en í senn mjúkt undir rass og það sem skiptir mestu máli... ekki eitt gormafar á skrokknum í morgun!

Svaf eins og steinninn!

Elín Helga Egilsdóttir, 13.9.2009 kl. 11:17

3 identicon

Þú ert alger snilli í eldhúsinu :)

Gurra (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 11:25

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Vá.. takk fyrir það Guðríður! Maður roðnar nú bara

Elín Helga Egilsdóttir, 13.9.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband