8.9.2009 | 21:42
Kjúklinga tortillu fiesta
Annarskonar kjúllahittingur hjá fjölskyldufólkinu mínu. Dossu tortillur, ofnhitaðar með nachos og mexico meðlæti.
Valdimar var settur í grænmetisskurð! Með eindæmum vandvirkur og vel að sér í gúrkuskurði! Gúrkan bjóst ekki við þessu... svo mikið er víst! Bolurinn segir alla söguna
Hér eru svo tortillurnar að verða til. Kúskús, ostasósa, kjúlli, grænmeti, salsasósa og nachos krums. Tortillurnar fara svo ofan í fat og ofan á þær bbq sósa og ostur. Inn í ofn þangað til osturinn er bráðinn.
Dekurrófan ég fékk að taka frá gums í mína tortillu áður en púsluspilið, hér að ofan, hófst.
Fjölskyldan mín er yndi. Umburðarlyndara og skilningsríkara fólk er ekki til, hvað mig og mitt matarræði varðar. Mér þykir að sjálfsögðu frábært að geta haldið át-Ellunni í skefjum en, almáttugur, ég missi svo sannarlega ekki svefn yfir því þó átvaglið sleppi laust af og til. Hér koma fjölskyldumeðlimir hinsvegar sterkir til leiks. Þegar allir voru að snæða þetta ofurflotta tortilla hlaðborð...
... þá fékk ég að útbúa mína eigin tortillu, í heilhveiti köku, með minna af sósu o.fr. Ótrúlegt að þetta sé látið eftir mér! Kjúlli, smá grænmeti, salsasósa, smá sýrður og fullt af jalapenos. Eeelska jalapenos í svona mat!
Spáið svo í því... fjölskyldan mín er orðin svo innvinkluð í matarræðið mitt að þau eiga það til að hafa til hliðar eitthvað spes fyrir mig í matarboðum. Amma hafði t.d. heilhveitibrauð með rækjukokteilnum sínum um daginn og móðir mín kær er alltaf með fisk eða kjúlla! Það á að sjálfsögðu ekki að láta svona dillur eftir fólki... ekkert leiðinlegra en að bjóða í mat sem er pillaður til bana eða verra, ekki borðaður! (Ekki að ég geri slíkt) En almáttugur, þetta er ekkert nema yndislegt og auðveldar mér 'réttu brautina' stórkostlega. Sérstaklega þegar matarboð eru jafn tíð og raun ber vitni.
Ég hef oft heyrt sagt, að til að ná árangri á einhverju sviði, breyttur lífstíll á jafn vel við í þessu samhengi og hvað annað, þá sé mikilvægt að fjölskylda og vinir styðji við bakið á manni. Þessari staðreynd er ég hjartanlega sammála. Ég veit ekki hvað ég gerði til að eiga þetta skilið en eitt veit ég þó - Fjölskyldan mín er það flottasta sem ég veit!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Kvöldmatur, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 10:12 | Facebook
Athugasemdir
Já húrra, veislan þvílík og myndefnið eftir matinn ekki af lakari endanum : )
Sérstakar þakkir til gúrkuskurðarmeistarans... They never had a chance.
Palli (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:49
Þess má einnig geta hversu meistaralega húsráðendur leystu vandamálið um hvernig á að búa til 40 tortillur í einu ... Meistari Serrano mætti mikið af þessu læra.
Palli (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 22:51
Einmitt það sem við Dossa töluðum um í gær. Serrano ætti að taka hana til fyrirmyndar! Slíkur var hraðinn og gæðin ekki síðri.
Dossa tortillugerðarkvendi með Valda hressann á gúrkuskurðarkanntinum!
Elín Helga Egilsdóttir, 9.9.2009 kl. 09:10
Hohoho.... þakka hólið - reyndar voru þær ekki nema 26stk, en engu síður
Reyndar er Valdinn mjög leiður yfir að vera skotspónn á þessu bloggi, held að hann liggi enn undir sæng emjandi og grenjandi - ekki gott mál!
og varðandi famelíuna, sammála og elska þig beint til baka
btw. ég keypti nú sér heilhveititortillas fyrir þig, huh ha huh!! yes yes
Dossa tortillugerðarkvendi (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:57
Vá!...thetta er alveg meiriháttar flott hjá Dossu! Hún veit greinilega hvernig á ad ganga til verks...allt í röd og reglu og gódu skipulagi.
Svo er tortillan sem thú settir saman svo hrikalega yummy ad sjá...hvílík litadýrd!:
Hungradur (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 12:55
Hahahaha! Elín!! Þú ert svo erfið! En þú ert líka bara svo dugleg og áhugasöm að maður þrífst með þér.
Þú ert greinilega ótrúlega heppin með fjölskyldu en mér finnst eiginlega ótrúlegast að þið náið að koma einhverju svona skilmerkilegu á framfæri í því fuglabjargi sem yfirleitt verður úr ykkar hittingum..
I kid I kid.. Mjög vel meint kid samt!
Erna (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:00
Dossa: Þú ert að sjálfsögðu ofur að kaupa tortillurnar sérpantaðar frá matargatinu. Bara hamingja í tortilluformi fyrir mig. Valdinn verður fenginn í gúrkuskurð það sem eftir er... þarf að panta hann fyrirfram?
Hungraður: Dossan er ofurDossa. Skipulagið alveg á hreinu - sama hvað hún tekur sér fyrir hendur.. og jú, tortillan var bara bjútifúl! Líka á bragðið
Erna: Ég er allt of erfið - en samt bara stundum. Svo eru líka flestallir í kringum mig svo duglegir sjálfir eða duglegir að hjálpa til með allt svona. Ótrúlegt. Þú á fullu í babyBootcampfh, mamman og amman í ræktinni, Svava og co. í sínum bootcamp, Dossan kaupandi heilhveiti tortillur, vinnan öll að snúast við... þetta er bara wünderbar. Það er síðan ekkert að afsaka fuglabjargið - þetta er barasta staðreynd, þannig er nú það
Elín Helga Egilsdóttir, 9.9.2009 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.