Margskonar matarsmakk

Fann í Bónus drykk sem ég hef verið að góna á í svolítið langan tíma. Hef aldrei tímt að kaupa mér gripinn þar sem ein 250 ml flaska, þyngdar sinnar virði í gulli, kostar tæpar 400 krónur. Lét þó verða af því í gær að fjárfesta í einu stykki þar sem:

1. Að drekka eina svona flösku jafngildir ávaxtaáti upp á 2 ávexti.

Froosh - aldeilis ágætt

2. Út af þessari ótrúlega lítillátu setningu utan á flöskunni.

Froosh gott með sig

Þessi drykkur er samt svakalega fínn og væri fullkominn í allskonar prótein/skyr hræringa og grautarmall. En... þrátt fyrir gleðilegheit, kem ég nú frekar til með að bíta bara í tvö epli, til að fullnægja ávaxtaþörfinni, og gera ekki út af við veskið mitt kært.

Froosh

Að auki við Frooshið fékk ég mér eina skúbbu af GRS-5 próteininu mínu, graut og smá múslí. Ekki örvænta, Frooshið fékk að njóta sín eitt og sér. Þegar ég mætti svo upp á vinnuhæðina mína biðu nokkrar mismunandi útgáfur af mat. Allar úr sinni áttinni!

Nýtíndar gulrætur - mjööög góðar!

Glænýjar gulrætur

Svakaleg súkkulaðikaka - kemur úr allt annarri átt en gulræturnar! Ég er reyndar ekki alveg í morgunmats-súkkulaðikökugír, en ég veit að hún er mjööög góð!

Svaðaleg súkkulaðikaka

Niðurskorin orkustöng frá mér! Þó ég segi sjálf frá - mjöööög góð! Með fíkjum, apríkósum, döðlum, heilhveiti, höfrum, hveitikími, sólblómafræjum, undanrennudufti... you name it! Bara gott!

Orkustöng

Allskonar matur úr allskonar áttum og dagurinn rétt að byrja! Jííhaaa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valkyrja

Datt í bloggið þitt í gær. Og finnst þú frábær penni og glæsilegt að halda út mynda og uppskriftabloggi. Bætti þér við sem bloggvini þarsem að ég mun pottþétt fylgjast með þér  Eigðu frábæran dag

Valkyrja, 8.9.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl Valkyrja og takk kærlega fyrir  Vona svo sannarlega að þú njótir vel og að sama skapi vona ég að dagurinn þinn verði frábærlega fínn!

Elín Helga Egilsdóttir, 8.9.2009 kl. 10:41

3 identicon

Ú ég gæti alveg hugsað mér svona drykk! Sérstaklega þar sem ég er að reyna að borða amk 5 ávexti á dag en enda yfirleitt með að borða þá alla í einu = ekki alveg nógu gott.

Erna (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:52

4 identicon

Valkyrja...ég hef verid hooked frá fyrsta degi.  Thú verdur ekki fyrir vonbrigdum!

Hungradur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband