3.9.2009 | 12:41
Villibráðahlaðborð í hádeginu
Ekki amalegt það!
Enn og aftur heldur dekrið áfram. Inger tók við í dag sem gestakokkur mánaðarins og bauð okkur upp á hreindýrapaté, hreindýrabollur, anda- og gæsabringu carpaccio og risarækjur. Hreindýrið skaut hún sjálf, hvorki meira né minna!
Fiðurféð - það sem eftir er af því!
Hreindýrapaté og RISARÆKJUR! JÍÍÍHAAA! Rækjuævintýrið heldur áfram.
Hreindýrabollur! Leeengst uppi í horninu vinstramegin.
Diskurinn minn! Eintóm hamingja og gleði!
Mikið er nú gleðilegt að vera ég stundum!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 10:05 | Facebook
Athugasemdir
....slef!!!.....NATURLICH!!!
Hungradur (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:59
væri til í að vinna á þínum vinnustað, alltaf eitthvað gott í matinn Hreindýr er eitt það besta sem ég fæ.
Húsmóðir, 3.9.2009 kl. 19:46
Alls ekki slæmt get ég ykkur sagt. Mjög vel um okkur hugsað
Elín Helga Egilsdóttir, 3.9.2009 kl. 21:00
Tek undir með öðrum kommentum - það væri sko meira en vel þolanlegt að vinna á þínum vinnustað ... a.m.k. miðað við það sem þú ert að sýna okkur
Ásta (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 09:01
Ég er farin að hallast að því að þessi vinnustaður sé bara ekki raunverulegur!
Sammála annars athugasemd að ofan með það að hreindýr sé einn besti maturinn. Ohh. Æðislega ertu heppin! :)
Erna (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 13:49
Hahahaha... þetta er vinnustaður sem birtist bara í mikilli þoku þegar hitastigið er nákvæmlega 12,5°C og klukkan er 15:03!
Elín Helga Egilsdóttir, 8.9.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.