29.8.2009 | 14:45
Laugardagur til lukku
Af því að Palli á afmæli á morgun taldi ég vænlegra til vinnings að afmæla hann í dag. Eftir sprikl í rætkinni var skundað heim og hádegismatnum skúbbað saman. Uppáhaldið þessa dagana - skyr, GRS-5, múslí, frosin jarðaber og hunangsdreitill. Setja jarðaberin frosin út í gumsið og leyfa þeim að þiðna örlítið áður en hafist er handa við hádegisát. Mmm...
Þar sem ég á óstjórnlega erfitt með að halda í mér þegar verið er að gefa gjafir eða skipuleggja eitthvað óvænt, þá gaf ég honum gjöfina sína strax í hádeginu, í staðinn fyrir eftir kvöldmt eins og ég hafði planað til að byrja með. LITTLE BIG PLANET! Jíhaaa...
Rifinn úr klæðum og spilaður með hraði! Virkilega skemmtilegur leikur!
Kisi ekki jafn hrifinn - en frekar sáttur með gúmfey staðinn sem hann fann svo gott sem ofan á fjarstýringunni.
Það sem átti líka að koma á óvart er út að borðelsi á Orange Lab í kvöld, en ég gat að sjálfsögðu ekki haldið því leyndu líka. Okkur er búið að langa að prófa þennan stað í svo langan tíma. Planið var að fara út að borða, óvænt (einmitt), gefa leik og tölvuspila frameftir kveldi með nachos og ís. En þar sem ég er blaðurbelgur, og virðist ekki þola álagið að vita af gjöf og gefa hana ekki (sérstakelga þegar ég veit að afmælisbarnið á eftir að verða hrifið), þá er tölvuleikurinn í spilun núna, við góðar undirtektir. Út að borða gleði á eftir og jah, meiri tölvuleikjaspilun eftir það.
Við getum ekki beðið eftir kvöldmat. Miklar væntingar að byggjast upp hérna!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Haha
sjúbbí - gott að losna við þetta, gat bara ekki beðið lengur!
dossa (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.