26.8.2009 | 19:40
Meiri kjúlla takk
Ég hef mikið verið spurð út í það hvernig ég haga matarræðinu hjá mér, bæði hvað varðar prótein, lengd milli máltíða, máltíðaval, nammidaga ofr. Hvernig ég æfði til að ná kjörþyngd og hvernig ég hef æft til að viðhalda henni síðan ég tók 'lífstíls' breytinguna með trompspjaldinu á síðasta ári. Þetta er mér mikið hjartans mál og áhuginn gríðarlegur í þessum efnum. Reyni að vera hvatning fyrir fólkið í kringum mig án þess þó að predika. Stundum er barasta ágætt að fá smá start, sérstaklega ef grunnurinn er ekki mikill. Virkilega gaman að geta gefið örlítið meðaljónaráð, þó það sé ekki nema bara að beina einstaklingum á rétta braut. Athugið samt að:
1. Ég er ekki næringarfræðingar spesíalisti.
2. Ég er svo sannarlega ekki einkaþjálfarakyns.
3. Lífstílsbreytingin var 100% fyrir sjálfa mig. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Átvaglið samt sem áður ánægt og 'mjónubrækurnar' á lista yfir föt sem má nota.
4. Ég er ekki vaxtarræktar ofurkvendi eða fitness keppandi. Er ekki endilega að leita eftir útliti gríska guðsins, vil þó ekki vera með búddah bumbuna eða sýna á mér rifbeinin, en sækist í tónaðan og fínan skrokk.
5. Meðaljón sem náði af sér tæplega 20 kg. og hefur haldið þeim í burtu.
6. Hugarfarið mín kæru! Þetta er ógeðslega skemmtilegt
Ef þið hafið áhuga á að spyrja mig út í eitthvað þessu tengt, þá skal ég glöð svara ykkur eftir bestu getu. Ég kem til með að svara í takt við það sem ég hef verið að gera og hvað hefur hentað mér hingað til. Það er alltaf gott að tala við aðra meðaljóna og bera saman bækur í þessum efnum, en ekki endilega fyrir alla á veraldarvefnum til að sjá. Netfangið mitt er kunigund [hjá] gmail [punktur] com og ykkur er velkomið að senda á mig spurningu ef ykkur langar til.
Fékk mér svosum ekkert merkilegt í kvöldmatinn. Enn og aftur að leika mér með svipuð hráefni og ég hef veirð að nota í vikunni. Steikti saman lauk, tómat, hvítlauk og papriku. Kryddaði með salti, pipar, oregano og basil. Steikti þangað til meyrt og bætti þá við nokkrum dropum af hot sauce. Kjúllanum velti ég upp úr pipar, papriku og chilli. Jú.. kjúlli í Foreman og dressingin útbúin úr balsamic ediki, smá hunangi og sinnepi. Ég eelska sætt með sterku!
Svo þurfti ég auðvitað að skreyta með steinselju og Dukkah möndlukryddi. Það er svo gott á bragðið. Bara flott og góð máltíð! Endaði hana að sjálfsögðu á einni þurrkaðri döðlu, möndlusmjöri, macademia hnetu og 80% súkkulaðibita! Ójes beibís!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 22:21 | Facebook
Athugasemdir
Skoooooo, ég var að spá! Hvar eru þessi 20kg? Nenniru að finna þau til, ég ætla að taka þau með mér heim og móta litla míní Ellu sem kemur til með sitja á eyjunni í eldhúsinu mínu. Hún fer með gamanmál og er almennt skemmtileg, ásamt því að elda
Ekki kjörið??? Þú laus við kílóin og ég fæ mini-Ellu til að eiga alltaf, svona fyrst að við hittumst ekki á hverjum degi lengur!!!
Tis my plan
dossa (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:17
hahahahah.. ohhh Mikið á ég nú fína fína fjölskyldu og fjölskyldumeðlimi
(ég er samt ekki viss um að skúlptúrinn úr 20 kílounum komi til með að líta vel út - ég skal frekar fjárfesta í leir fyrir þig eða smíða styttuna úr súkkulaði?)
Elín Helga Egilsdóttir, 27.8.2009 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.