25.8.2009 | 18:41
Basil kjúlli með ofnbökuðum tómötum og stöppuðum grænum baunum
Eftirlíking af kvöldmat gærkvöldsins með örlitlum breytingum. Var einmitt að hugsa hversu marga mismunandi rétti, úr svipuðum hráefnum, ég gæti búið til. Kannsi ég geri smá leik úr þessu á næstu vikum.
Ég byrjaði amk á því að velta kjúllabringunni upp úr þurrkuðum basil, hvítlauk, salti og pipar og beint í Foremanninn.
Skar einn tómat niður í sneiðar og annan í tvennt. PAM-a bökunarpappír og raðaði tómatsneiðum og -helmingum á pappírinn. Kryddaði með oregano og basil. Inn í 200 gráðu heitan ofn þangað til tómatarnir urðu örlítið dökkir, mjúkir og safinn farinn að leka úr þeim. Í matvinnsluvél, setti ég 100 gr. grænar baunir, hvítlauk, cumin, kóríander, pipar, smá salt ásamt örlitlum sítrónusafa, tahini og létt AB-mjólk. Mín vél var of stór svo ég þurfti að stappa grænurnar í höndunum. Þetta ætti að verða að mauki... þarf að kaupa mér töfrasprota. Hrærði svo saman smá balsamik ediki, hunangi og hunangs dijon sinnepi og nýtti sem dressingu.
Setja baunamaukið á disk, raða kjúllanum ofan á baunamaukið og bökuðum tómatsneiðum ofan á kjúllann. Hella smá dressingu yfir heila klabbið og hafa tómathelmingana aukalega með. Sætar baunir, sætur/súr tómatur, basil, hvítlaukur.. himneskt. Dressingin er líka æðisleg með kjúllanum - á alltaf vel við og bakaðir tómatar eru nammi. Svoo gott og gleðilegt - bæði fyrir bragðlaukana, skrokkinn og sálartetrið! Mmhmm!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Kvöldmatur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:21 | Facebook
Athugasemdir
Neibb, þú þarft að koma til mín og sækja töfrasprotann!!!!
dossa (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 18:53
Alveg rétt. Hann þyrfti að sækjast og lánast! Gæti ég svoleiðis búið til baunastöppur allan daginn
Elín Helga Egilsdóttir, 26.8.2009 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.