Sushi á morgun

Fyrir ykkur sem hafa áhuga, þá hef ég verið spurð svolítið að því hvort hægt sé að nálgast uppskriftir á einfaldan hátt. Ef þið smellið á litlu myndina af mér hérna til hliðar, efst í vinstra horni, þá eru þær nest á þeirri síðu. Eða þið getið barasta smellt hér.

Annars þá var morgunmaturinn gleðilegur. Prótein, skyr, grautur og múslí í Ellubolla ásamt ísköldu, mjög gómsætu, brakandi epli. Þetta var fullkomið "Ákkúrat" epli.

Gómsætur morgunverður

Hádegisplanið var sushi en sökum ofvinnu og bílahallæris var því frestað til morguns. Fékk mér því kotasælu, grænmeti og eitt grænmetisbuff í staðinn. Þeirri dýrð fylgdu tvær döðlur, og þurrkuð ferskja, fast á eftir.

Getur einhver sagt mér af hverju framleiðslu á Létt-Kotasælu var hætt? Ég myndi líklegast lifa á henni ef hún væri enn til!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

takk fyrir að vísa á uppskriftirnar - ég á öruggleg oft eftir að "klikka" á myndina af þér.

Sigrún Óskars, 25.8.2009 kl. 14:10

2 identicon

Var að spekulera hvernig prótein þú notar og þá hvað mikið?

Ásdís (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 16:08

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sigrún: Það var nú mest lítið - ef einhver getur nýtt sér þetta þá er tilganginum náð

Ásdís: Ég er mikið að prófa mig áfram í próteininu en eins og staðan er í dag nota ég tvennskonar prótein. Hreint whey prótein strax eftir æfingu (lyftingar) og í morgunmat, yfir daginn og fyrir svefn nota ég GRS-5. Ef ég fæ mér prótein í morgunmat, þá fæ ég mér skyr, hrökkbrauð, ávöxt í eftirmiðdaginn, eitthvað slikt og svo prótein fyrir svefn. Reyni að halda þessu duftáti innan '2* á dag' rammans. Ég á reyndar líka Muscle Milk máltíðarprótein, sem ég fæ mér í staðinn fyrir t.d. morgunmat. Þá sleppi ég að bæta út í það graut og gúmmulaði.

Ef ég fæ mér GRS-5 í morgunmat, nota ég eina skeið. Fullur skammtur eru 2 skeiðar. Ef ég fæ mér GRS-5 í millimál, nota ég 1 - 2 skeiðar og svo fullan skammt fyrir svefn - en það fer svolítið eftir póteininntöku yfir daginn.

Hreina próteinið - ein skeið strax eftr æfingu með vatni. Samhliða fæ ég mér t.d. appelsínusafa og smá þrúgusykur. Stundum ávexti.

Ég hef verið að prófa mig áfram með máltíðarpróteinin (meira af kolvetnum) en verð svo hræðilega svöng ef ég fæ mér bara svoleiðis. Ætla svo að taka eina törn í Diet-shake próteini sem millimál í eftirmiðdaginn. Sjá hvernig það kemur út.

Vona að þetta hafi svarað spurningunni þinni

Elín Helga Egilsdóttir, 25.8.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ohhh.. en leiðinlegt. Ef hún kæmi aftur á markaðinn hlyti hún að rokseljast - heilsubylgja á Íslandi gott fólk! Heilsubylgja

Elín Helga Egilsdóttir, 26.8.2009 kl. 09:14

5 Smámynd: Elín Helgadóttir

Snill....

Þakka þér fyrir.  Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvernig ég gæti náð um uppskriftirnar án þess að fletta endalaust í gengum allt bloggið !

Elín Helgadóttir, 27.8.2009 kl. 14:28

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já, það er hálf lamað að geta ekki útbúið auka síðu bara fyrir uppskriftirnar. Ég þarf að skoða þetta betur - hlýtur nú að vera hægt að bæta þessu við hérna einhvernstaðar

Elín Helga Egilsdóttir, 28.8.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband