Hallærismatur...

...bítlafæði, tækifærisnart!

Slappleiki búinn að angra mig í allan dag. Er búin að liggja eins og pönnukaka frá því ég opnaði augun í morgun. Áætlun kvöldsins hafði gert ráð fyrir tígrisrækjum en heilsan hélt nú ekki! Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að skjalfesta gumsið, sem ég fékk mér í 'kvöldmat' í dag, eða ekki. Furðuleg samsetning á fæðu en virkaði flott fyrir mig. Ég held að allir eigi sér a.m.k. eina dularfulla matarsamsetningu sem enginn fær að vita um nema viðkomandi. Ég veit um einn sem fær sér t.d. flatköku með kokteilsósu og osti Shocking. Af hverju maður segir ekki frá uppgötvuninni er til þess að losna við "Ugghh.. af hverju þetta tvennt?" eða "Ohj, þetta er hræðilegt" og njóta þess að háma í sig furðugumsið.

Til að gera langa sögu stutta þá blandaði ég saman 100 gr. af skyri við 100 gr. af kotasælu. Fyrir ykkur sem ekki hafa prófað, og getið borðað bæði kotasælu og skyr, þá mæli ég með þessu. Eeelska þessa blöndu. Út í kotasælublönduna fóru að sjálfsögðu grænu baunirnar mínar og sem uppskóflunartól, fyrir utan skeiðina, hitaði ég sæta kartöflu.

Slappleikafæði

Ég játa það frjáls- og fúslega, hér og nú - þetta var barasta fínt! Ég kem án efa til með að fá mér svona einhverntíman aftur þegar bítla- og slappleikaandinn kallar!

Slappleikafæði

Það er bannað að segja oj fyrr en búið er að smakka... en það er í lagi að hugsa það. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi ekki oj en bara smá svona (((((hrollur))))

Vona að þér líði betur og þú fáir ekki Paulsenflensuna

Dossa (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 01:21

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Líkaminn er mikið að berjast við að fá ekki þessa flensu sem skilar sér í endalausum slappleika. Veit ekki hvort er 'betra', að vera slappur í 2 vikur eða veikur í viku

Elín Helga Egilsdóttir, 17.8.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband