Meðlæti munar öllu

Brokkolí og blómkál... mjög misskilið grænmeti að ég held. Ekki margir sem gleypa yfir því nema þá kannski sem aukahlutverk í súpu eða pottrétt. Sérstaklega í mat þar sem það "sést ekki" greinilega. Ég eeelska B-in tvö. Hrá, steikt, soðin, grilluð, hituð, á pizzur, pasta, súpur, sósur, ídýfur, gratín... blómkálið sérstaklega. Mhhh...

Blómkálsbland

Kjúklingabringa og sætar kartöflur á boðstólnum í kvöld. Alltaf gott. Með var að sjálfsögðu blómkálsbland. Blómkál, rauðlaukur, laukur, baunir og krydd af ýmsum toga. Hitað í ofni og voila. Bara gott!

Jæja, ætla að heisækja Gúmmulaðihöllina og sjá hvað eftir er af eldhúsinnréttingunni. Móðir mín kær tók sig til og byrjaði að rýma fyrir þeirri nýju - upp á eigin spítur. Mér var tjáð í dag að eldhúsið liti út eins og eftir Hiroshima, pabba til mikillar gleði, þar sem hann er fastur út á sjó (að finna nýja og fína fiska fyrir fjölskylduna til að prófa að elda) og getur enga umsjón með niðurrifi haft! Ætla að taka þetta út og meta stöðuna... kannski furðufiskarnir verði eldaðir hérna í Gúmmulaðihellinum þegar þeir mæta loks í hús!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála thér...hollt og gott.  Ég borda mikid af brokkolí og thegar blómkál er á gódu verdi thá kaupi ég helling af thví. 

Hungradur (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 16:00

2 identicon

Ég sé ad thú ert ennthá í graenu baununum...forfallin......thú kaupir thaer frosnar geri ég rád fyrir...hvada tegund kaupir thú venjulega?

Hungradur (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Jújú, kaupi þær frosnar greyin. Minnir að þetta heiti Euroshopper... annars bara gramsa ég eftir stærsta/ódýrasta pokanum sem ég finn

Elín Helga Egilsdóttir, 9.8.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband