4.8.2009 | 12:05
Heimalagað hádegissnarl
Fyrir matarperra, eins og sjálfa mig, þá þykir mér alltaf skemmtilegt að borða mat sem búið er að blanda saman eins og salat, burrito, pasta, pizzu, Móaflatarkjúlla. Það er að sjálfsögðu alveg jafn fínt að hafa kartöflurnar á einum helming disksins, grænmetið á hinum og kjötið sér, en það er bara einhver fílíngur í því að hræra allt saman.
Bjó mér einmitt til kjúklingasalat í gær. Niðurskorin, grilluð, kjúklingabringa, 2 niðurskornir tómatar og grænar baunir. Kryddað eftir smekk, komið fyrir í glæsilega fínu plastíláti, hitað í örbylgju daginn eftir og toppað með balsamic ediki.
Einfalt, fljótlegt og gott hádegis-spis. Ég og grænar baunir erum miklir félagar þessa dagana!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hádegismatur, Kjúklingur/Kalkúnn | Breytt 23.9.2010 kl. 22:07 | Facebook
Athugasemdir
Ég segi: Grænnsbaunaís! ójá
Dossa (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 02:52
Sumu má blanda saman.. eins og súkkulaði, ís og jarðaberjum. Öðru má alls ekki blanda saman, sem dæmi, tannburstun og appelsína strax á eftir.
Ég er ekki sannfærð um grænbaunaís... aðeins nánari útlistun á þessu ísblandi og ég gæti möguelga sannfært sjálfa mig um að það sé gott
Elín Helga Egilsdóttir, 5.8.2009 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.