3.8.2009 | 09:59
Bananabrauð með hörfræjum
Ef þér þykja bananabrauð góð, þá má þetta brauð ekki fram hjá þér fara! Létt í sér, en samt djúsí, ótrúlega bragðgott og áferðin æðisleg. Virkilega gaman að bíta í þetta gúmmulaði! Stútfullt af hollri fitu, trefjum, flóknum kolvetnum og smá próteini. Fullkomið morgunverðarbrauð.
Heilhveiti- og hörfræ bananabrauð
1/2 bolli Undanrenna
2 msk mulin hörfræ
2 bollar heilhveiti
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
1 og 1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1/4 bolli olía
1 tsk vanilludropar
4 mjög vel þroskaðir stappaðir bananar
1/2 bolli hnetur, þurrkaðir ávextir, hvað sem er (má sleppa). Ég braut niður 5 valhnetur.
Í stórri skál, blanda saman hörfræjum og mjólk. Setja til hliðar. Í annarri skál hræra saman heilhveiti, kanil, múskat, salt og matarsóda og því blandi sem þú vilt nota. Setja til hliðar. Blanda saman olíu, vanilludropum og bönunum í stóru skálinni þar sem mjólkin og hörfræin hvíla sig. Þarnæst hella hveitiblöndunni í stóru skálina, með bananagumsinu, og hræra létt. Mega alveg vera kögglar. Hella í smurt brauðform, toppa með t.d. möndlum, og inn í ofn í 50 mínútur, eða þangað til prjónn, sem stungið er í brauðið mitt, kemur út svo til hreinn.
Leyfa brauðinu að kólna í 10 - 15 mínútur, í brauðforminu, eftir að það hefur verið tekið út úr ofninum. Eftir þann tíma flytja það á grind og leyfa að kólna alveg. Muna bara, ekki taka undirritaða á þetta og reyna að skera brauðið heitt. Leyfa því að kólna vel fyrst.
Niðurstaða:
Bara gott! Æðislegt á bragðið. Áferðin fullkomin. Að hafa möndlur ofan á brauðinu er eins og að borða súkkulaði með jarðaberjum! Ment to be!
Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?
Held barasta ekki neitt! Þetta brauð er virkilega, virkilega gómsætt. Er einmitt að borða eina sneið núna með hnetusmjöri og sultu
Verður eitthvað næsta skipti?
Það held ég nú. Búin að nóta það niður á uppáhaldslistann.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur, Millimál | Breytt 23.9.2010 kl. 22:06 | Facebook
Athugasemdir
Jaetla prófa! flott mynd af skornu braudinu....ekkert klístrad eins of oft vill verda med bananabraud.
Hungradur (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 10:16
Prófa þetta pottþétt mjög fljótlega!
Af hverju notarðu heilhveiti í bakstur en ekki hvítt hveiti eða spelti?
Katla (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 11:59
Ó já, þetta brauð er æðislegt!
Ég nota yfirleitt heilhveiti, hreinlega af því að það er til heima hjá mér. Ég kaupi líka heilhveiti frekar en spelti því spelt er svo miklu dýrara miðað við magn. Ég nota yfirleitt spelt "spari" - elska bragðið sem það gefur. Nota aldrei, eða mjög sjaldan, hvítt hveiti því heilhveiti og spelt er bragðbetra í minni bók. Svo er heilhveiti og spelt minna unnið en hvíta hveitið ásamt því að meira er af flóknum kolvetnum, trefjum og próteini í því.
Elín Helga Egilsdóttir, 3.8.2009 kl. 16:23
Takk. Sjálf nota ég helst spelt en finnst gaman að heyra rök fólks fyrir því hvað það notar :) Bara einskær forvitni og fróðleiksþorsti í mér.
Katla (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 10:37
Um að gera. Ég myndi líklegast nota spelt alltaf ef ég væri ekki endalaust að "prófa" að baka eitthvað - svona til öryggis ef út úr ofninum kæmi eitthvað hræðilegt sem enginn má sjá
Elín Helga Egilsdóttir, 5.8.2009 kl. 16:43
Þetta er alveg meiriháttar brauð, prófaði að baka það og mikið er ég sammála þér, það er rosalega gómsætt. Átti bara engar möndlur, og þar sem mig langaði svo í eitthvað sætt og gott, þá setti ég súkkulaðibita í það, og þetta reddaði sætindaþörfinni í mér :) Á eftir að baka þetta aftur, fer beint í uppáhalds!
Villa (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 16:09
Sæl Villa
Já, þetta brauð er frábært. Gaman að heyra að þér hafi líkað vel. Sérstaklega þetta með súkkulaðibitana.. mhh, ætla að nýta mér það næst!
Elín Helga Egilsdóttir, 10.8.2009 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.