Heilhveiti og hafra möndlukökur

Fann svo eðal fína uppskrift á netinu einn daginn að ég prentaði hana út. Full af flóknum kolvetnum, trefjum, prótein og hollri fitu. Fullkomið í morgunmatinn og/eða með kaffinu! Búin að hlakka mikið til að prófa og lét loks verða af því. Fylgdi henni 110%, eitthvað sem ég geri yfirleitt aldrei. Hefði nú betur pimpað hana svolítið upp a la Ella. En hún á sér enn von!

Heilhveiti og hafra möndlukökur

Heilveiti og hafra möndlukökurHita ofn í 170 gráður.

1/2 bolli hafrar. Ég notaði grófa hafra.

2/3 bolli möndlumjöl. Ég muldi möndlur í matvinnsluvélinni.

1/2 bolli hveitikím.

1/2 bolli heilhveiti.

3 msk hunang og 3 msk möndlusmjör. Notaði heimagert kanil- og rúsínumöndlusmjör.

1 tsk. matarsódi

2 hrærð egg.

Í stórri skál hræra saman hafra, möndlumjöl, hveitikím og heilhveiti. Setja til hliðar. Hita hunang og möndlusmjör í örbylgju, þangað til létt bubblar, og hræra létt saman. Hella matarsódanum strax saman við hunangsblönduna. Blandan byrjar strax að lyftast og verður létt og froðukennd þegar matarsódinn er hrærður saman við. Hella hunangsblöndunni út í hafrablönduna og hræra létt. Þá hella eggjunum út í þangað til klístrað deig myndast.

Heilhveiti og hafra möndlukökur

Móta litlar kúlur úr deiginu, ég bleytti á mér hendurnar í nokkur skipti til að rúlla kúlurnar út, raða á bökunarpappír.

Heilhveiti og hafra möndlukökur

Inn í ofn í tæpar 10 mínútur eða þangað til rétt gylltar. Þessar voru inni aðeins of lengi.

Heilhveiti og hafra möndlukökur

Bíða svo með að borða á meðan myndataka á sér stað. Gott próf á hversu viljasterk(ur) þú ert!

Heilhveiti og hafra möndlukökur

Niðurstaða:

Það vantar í þær allt krydd - eru þar af leiðandi svo til "bragðlausar". Hunangið er þó nóg til að sæta, fyrir minn smekk. Þær mýkjast nokkuð upp við geymslu, eins og flestallar hafrakökur gera, og eru, þrátt fyrir kryddleysi, afskaplega mildar og bragðgóðar. Áferðin er virkilega skemmtileg. EN... það vantar þetta "Hmmm... góóðar kökur" element í þær!

Hvað myndi ég gera öðruvísi næst?

Þær skal kryddast. Vanilludropar, kanill, salt, múskat.. hvað sem hugurinn girnist. Jafnvel súkkulaðispænir og/eða þurrkaðir ávextir og hnetur ef þú ert í þannig skapi. Ég myndi líka, ef þú vilt t.d. bjóða gestum, dýfa botninum á þeim í bráðið súkkulaði. Væri geggjað!

Verður eitthvað næsta skipti?

Ég verð að prófa aftur með endurbætum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl við þekkjumst eigi - en þú ert að gera mjög áhugaverða hluti hérna!

Prófaði að gera þessar kökur í gær þar sem ég alltaf að leita ða hollustu millibita til að detta ekki í brauðát og freistingar pyttinn. Ég setti hirsi í stað hafra (minna glútein í því fyrir þá sem þurf að spá í það) og setti svo spelt fínt og gróft í stað hveitikím (átti það ekki til) og heilhveiti. Setti vel af kanil og nokkrar rúsínur. Næst ætla ég að prófa setja epli :) og bara eina eggjarauðu.

Hrærði í þetta í gærkvöldi en var svo boði bíó skyndilega þannig að ég bakaði þær morgun og mætti með þær nýbakaðar í vinnuna :)

Geggjað gott - ætla að fá að fylgjast með þér

Sigga Hrönn (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 16:03

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl Sigga og takk kærlega fyrir mig  

Ég er ekkert smá hrifin af því sem þú gerðir við þessa uppskrift. Sérstaklega með eplin og hirsið! Ætla að prófa það næst! Á einmitt hirsi upp í skáp.

Virkilega gaman að heyra að þér líki vel og fá að vita hvernig þér leyst á. Sérstaklega með þínum endurbætum. Hljómar mjöög vel!

Elín Helga Egilsdóttir, 11.8.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband