Notalegar stundir

Mikið er nú ljúft þegar góða veðrið ákveður að sýna sig um helgar. Þá geta allir, vinnandi og óvinnandi, notið þess. Eimitt það sem ég ætla að gera í dag eftir að ég hef klárað þessa skál af goodness.

Graskersmauk, prótein, kanill og múslí

Hræra saman:

1/2 bolla graskersmauki. Um það bil 122 grömm nú eða 1 dl. Gæti gefið ykkur fleiri mælieiningar, jafnvel á kínversku ef það er æskilegur kostur.

Skeið af GRS-5 vanillu próteini.

Kanil

Skreyta, toppa, gleðja með:

1 dl. sykurlausu múslí. Ég notaði 1/2 dl. grófa hafra og 1/2 dl. uppáhalds múslí með rúsínum og þurrkuðum banana.

 

Graskerið og próteinið verða eins og þykkur grautur, jafnvel eins og "pumpkin-pie" fylling með kanilnum, fyrir ykkur sem hafa smakkað slíka böku. Mjöög jákvætt fyrir deigætu eins og mig. Múslíið gefur svo hið langþráða crunch. Mjög gleðilegt. Ég er líka sérstaklega sátt við nýja próteinið mitt. Keypti það til prufu um daginn og það er að skora nokkur stig í próteinbókinni! Gott á bragðið og skemmtileg áferðin á því.

Ég þyrfti með einhverjum hætti að nálgast graskerið sem Öskubuska átti. Það myndi endast mér ríflega út árið 2010!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband