29.7.2009 | 09:04
Heilhveiti pistasíu muffins
Ég hef sagt það svo oft og fæ aldrei leið á því. Ég elska hnetur! Hnetur af öllum stærðum og gerðum! Pistasíur eru í miklu uppáhaldi. Bragðgóðar, svolítið sætar, áferðin skemmtileg, liturinn brilliant - gaman að pilla þær úr skinninu og ennú skemmtilegra að fá þær skinnlausar svo auðveldara sé að graðga þeim í sig! Átti ansi stóran poka af pistasíum og ákvað að skella í pistasíu muffins í gær í morgunmat í dag!
Heilhveiti pistasíu muffins - 12 til 16 muffins
2 bollar heilhveiti
1/2 bolli hafrar
1/4 bolli heilar pistasíur. Má mylja.
1/2 tsk salt
1 msk lyftiduft
1/4 bolli hunang
1 egg
1/2 bolli olía
1/2 bolli létt AB-mjólk
2 tappar vanilludropar
3/4 bolli Undanrenna
Toppur:
1/4 bolli muldar pistasíur og 2 msk púðursykur. Má sleppa.
Hræra saman hveiti, höfrum, pistasíum, salti og lyftidufti í stórri skál. Setja til hliðar. Hræra þá saman hunangi, eggi, olíu, AB-mjólk, vanilludropum og Undanrennu. Blanda blautu við þurrt og passa að ofhræra ekki - ofhrærsla kemur niður á áferðinni! Skúbba deiginu í smurð muffins form, setja toppskraut ofan á hverja köku og inn í ofn í 15 - 20 mínútur. Mínar voru inni í tæpar 20. Það sem ég geri er að ég tek pappírs muffins form og set þau í ofan í muffins bökunarform, annars lekur deigið út um allt.
Trefjar, prótein, holl fita, flókin kolvetni! Fullkomið í morgunmat eða með kaffinu! Morgunverðarmuffins jafnvel! Virkilega bragðgóðar. Stökkar að utan, mjúúkar, léttar og fluffy að innan. Væri jafnvel hægt að nota þær sem brauðbollur, skera í sundur og borða með osti og sultu. Toppurinn verður líka svolítið fönkí á litinn! Grænn toppur - lovit!
Mjög einfalt að útbúa þær, rétt tæpar 10 mínútur að skella í deigið og svo 20 mín í ofni! Ég þarf svosum ekki að lofa þær frekar - ég eeeeelska hnetur og það, að bíta í hnetu inn í muffins, er mjög gleðilegt fyrir mig!
Ekkert smá ánægð með þennan skammt! Hann fer beint á "gera aftur" listann!
Update: Vinnufólkið mitt eelskaði þær. Gaf þeim fullt hús! Væri líka örugglega æðislegt að raspa út í deigið sítrónubörk!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur, Hnetur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:02 | Facebook
Athugasemdir
Naaaammmm..... Þín síða kom auðvitað upp þegar ég leitaði mér að múffum að gera úr pistasíunum mínum ;) Ég notaði þessa uppskrift, nema setti 2 egg og notaði 1/2 dl sykur til að sæta meir (kaffitímamúffur) og þeytti vel saman. Setti svo reyndar feita gríska jógúrt í stað AB mjólkurinnar.
Þetta er fullkomin uppskrift uppá áferð og útlit :) geðveikt fluffy og flottar! Ég setti börk af nærri heilli sítrónu og smá safa, en það verður of grípandi bragð og mér finnst margt annað passa betur í heilhveitiuppskriftir. Setti epli og kanil í helminginn af deiginu og það er geggjað. Næst ætla ég að setja meira af hnetum (pistasíur og pecan t.d.) í þessa og vel af kanil og vanillu... heilhveitihnetumúffur eru nebbla svo æðislegar :)
laufey (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 14:49
Ohhh geggjað! Hljómar ekkert smá vel! Gaman að heyra þetta með sítrónuna - tékk, þá veit ég það
Já, þessi uppskrift er nefnilega svaka fín. Svo verða þær mjúkar og djúsí að innan og stökkar að utan. Pistasíurnar eru líka svo bragðgóðar! Epli, kanill og meira af hentum - finn lyktina og bragðið af þeim nú þegar! Ég ætla að herma og gera eins og þú! Ójá - get ekki beðið.
Elín Helga Egilsdóttir, 9.8.2009 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.