28.7.2009 | 09:27
Súkkulaði- og butterscotch bita á grautinn minn
Graskersmaukið er orðið mikill vinur minn og besta nýting á því hingað til er í grautinn á morgnana. Lasagna á reyndar eftir að líta dagsins ljós... þarf að skoða það betur! Keypti mér aðra graskersdós í gær og bjó mér til smá gums hérna í vinnunni í morgun við mikil andköf nærstaddra! Mér til mikillar skemmtunar fékk ég nokkrar spurningar í leiðinni og eina góða staðreynd!
"Ogh.. af hverju er hann appelsínugulur?"
"Setur þú kanil í grautinn þinn?"
"Af hverju viltu hafa hnetur og súkkulaði á þessu?"
"Elín, þú ert mikill grautarpervert!"
Pumpkin pie hafragrautur með hnetum, súkkulaði- og butterscotch bitum
Blanda saman:1 skeið hreint prótein
1/4 bolli, rúmlega 60 gr. graskersmauk
2 tsk mulin hörfræ
kanill
Soðinn grautur (a la vinnan)
Hafragrautsskraut:
Muldar valhnetur, súkkulaði- og butterscotch bitar.
Mmmhmm... Mjúkur grautur, crunchy hnetur og bráðið dísætt súkkulaði- og karamellubragð á móti sætu graskeri og kanil! Allt átti þetta sér stað fyrir klukkan 12:00 á þriðjudegi - dásamlegt!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Hnetur, Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 22:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.