25.7.2009 | 17:40
Sweet'n'spicy hnetu- og fræmix
Er nammidagur í dag? Það held ég nú! Ég bara varð að setja þetta hingað inn, svo gott er það. Krydd, hunang, hnetur, fræ - ristað í ofni. Hið fullkomna nart-snakk! Geri þetta stundum hérna heima þegar ég vil narta nú eða til að bjóða gestum. Elska hnetur og fræ.
Sweet'n'spicy hnetumix
1,5 tsk púðursykur
1,5 tsk hunang
1 tsk kanill
1/8 tsk - salt, cardamommur, engifer, paprikukrydd, negull
Smá svartur pipar
1/2 bolli möndluflögur, eina sem ég átti.
1/4 bolli pistasíur
1/4 bolli 5 korna blanda og sólbómafræ
Hræra fyrstu 6 atriði saman og inn í örbylgju í 30 sek. Hella hnetu- og fræmixinu saman við kryddblönduna og hræra þangað til allt gums er vel þakið. Inn í 175 gráður heitan ofn, 10 - 12 mínútur. Hræra í krumsinu eftir 5 mínútur og passa að það brenni ekki. Taka út úr ofni þegar möndlurnar eru rétt brúnaðar, og leyfa að kólna! Njóta....
Þetta er líka æðislegt yfir salat, með AB-mjólk, ofan á graut, með ís! Gæti hámað þetta í mig endalaust! Skemmtilegt hvernig þessi krydd vinna saman, sterkt, sætt, salt... sæælgæti!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Eftirréttur, Hnetur, Snarl og pill | Breytt 23.9.2010 kl. 21:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.