Sweet'n'spicy hnetu- og fræmix

Er nammidagur í dag? Það held ég nú! Ég bara varð að setja þetta hingað inn, svo gott er það. Krydd, hunang, hnetur, fræ - ristað í ofni. Hið fullkomna nart-snakk! Geri þetta stundum hérna heima þegar ég vil narta nú eða til að bjóða gestum. Elska hnetur og fræ.

Sweet'n'spicy hnetumix

Sweet'n'spicy hnetumix1 tsk olía

1,5 tsk púðursykur

1,5 tsk hunang

1 tsk kanill

1/8 tsk - salt, cardamommur, engifer, paprikukrydd, negull

Smá svartur pipar

1/2 bolli möndluflögur, eina sem ég átti.

1/4 bolli pistasíur

1/4 bolli 5 korna blanda og sólbómafræ

 

Hræra fyrstu 6 atriði saman og inn í örbylgju í 30 sek. Hella hnetu- og fræmixinu saman við kryddblönduna og hræra þangað til allt gums er vel þakið. Inn í 175 gráður heitan ofn, 10 - 12 mínútur. Hræra í krumsinu eftir 5 mínútur og passa að það brenni ekki. Taka út úr ofni þegar möndlurnar eru rétt brúnaðar, og leyfa að kólna! Njóta....

Sweet'n'spicy hnetumix

Þetta er líka æðislegt yfir salat, með AB-mjólk, ofan á graut, með ís! Gæti hámað þetta í mig endalaust! Skemmtilegt hvernig þessi krydd vinna saman, sterkt, sætt, salt... sæælgæti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband