5.7.2009 | 09:20
Morgunmatur á Klettabrekku
Þar sem ég er svo mikill próteinisti þá á ég alltaf nokkra tilbúna 'skammta' inn í skáp heima. Ég hljóma nú pínkulítið eins og sjúklingur, en það er ágætt að eiga svona tilbúið fyrir t.d. vinnu og slíkt. Skammtana góðu geymi ég í litlum lokuðum plastílátum.
Sem brosa á móti mér þegar ég teygi mig í þau. Elska þessi box!
Ég greip nokkur með mér áður en í Hafnarför var haldið. Fékk mér því eftirfarandi í morgunmat.
Prótein blandað saman með Undanrennu og kanil. Skar mér niður epli, blandaði því við og dreifði yfir dýrðina múslí og smá súrmjólk í svona líka fínni skál!
Ég get samt alls ekki blandað mjólk eða vatni, svona þykkt, saman við prótein, eingöngu, nema próteinið sé bragðgott og ekki væmið! Annað epli fylgdi svo átinu, með kanil að sjálfsögðu, og pínku meira múslí! Mjög gleðilegt start á fínum degi.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Morgunmatur, Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 21:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.