2.7.2009 | 19:24
Aðkeypt veikindasalat með humri
Hið langþráða humarsalat Saffran kom í hús í dag! Palli kom heim með kvöldmat handa veika kvendinu alveg upp úr þurru! Gladdi mig óstjórnlega þar sem:
1. Ég hef hvorki getu né vilja til að elda nokkuð.
2. Ég var orðin mjöög svöng.
3. Ég hef viljað prófa þetta salat síðan ég sá það.
Gripurinn leit svona út... doldið sjabbí á að sjá í plastboxi, en gefum þessu séns. Þetta er ekki náttúrulegt umhverfi þessa salats!
Ohhh... stóðst ekki væntingar! Saffran kjúklingasalatið hefur enn vinninginn! Þetta var í raun bara steiktur humar með hálfgerðri sinnepssósu. Ekki misskilja, humar er alltaf númer 1, 2 og 3. En salatið og dressingin gerðu ekkert fyrir réttinn. Ojæja... ég fékk þó humar í magann og það er alltaf jákvætt.
Ahh, gott að eiga góðan kall.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Fiskur, Kvöldmatur, Út að borða | Breytt 23.9.2010 kl. 21:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.