Æðislegir hafra- og hnetubitar

Stútfullar af flóknum kolvetnum, hollri fitu, trefjum og próteini. Uppáhalds "smákökur" eða bitar sem ég fæ eru hafrakyns. Palli varð ofurglaður með þennan skammt og kjammsaði á þessu eins og honum væri borgað fyrir.

Hafra- og hnetubitar með banana, döðlum og hörfræjum - 40 stk

Stilla ofna á 175 gráður.

Hafra- og hnetubitarBlanda saman og setja til hliðar:

2 vel þroskaðir stappaðir bananar

1/2 bolli létt AB-mjólk. (má líka nota eplamauk, mjólk....)

2 tsk vanilludropar

2 msk hunang

Í stórri skál hræra saman:

1 bolla heilhveiti, spelt, möndlumjöl...

1 og 1/2 tsk lyftiduft

1 tsk kanil

smá múskat

1 bolla þurrkuðum ávöxtum. Ég notaði döðlur.

1 bolli hafrar. Ég notaði Sólskyns múslí.

1/2 bolli hörfræ. Helst mulin.

1/2 bolli hnetur. Ég notaði blandaðar salthnetur.

dass salt (sleppti saltinu því ég notaði jú saltaðar hnetur)

Blanda svo bananastöppunni saman við þurrefnin, raða á bökunarpappír og inn í ofn í 15 - 20 mínútur.

Hafra- og hnetubitar með döðlum, banana og hörfræjum

Ég þarf ekki að segja ykkur hvað þessar voru góðar... ómægod! Bakaði helminginn 5 - 10 mínútum lengur. Þær urðu að sjálfsögðu stökkari og meira crunchy. Mér persónulega er sama, Palli var á því að meira bakaðar kökur væru betri og skemmtilegri að borða. Það er hægt að skúbba deiginu upp með t.d. ísskeið, þá verða þær ekki svona "oddhvassar" eins og mínar. En ég er letipúki...

Hafra- og hnetubitar. Meira- og minna bakaðir!

 

Hafra- og hnetubitiTók mig til og listaði niður næringargildi pr. köku. Þessar eru glæsó í morgunmatinn með t.d. skyri!

Hitaeiningar: 49

Prótein: 1,5

Fita: 1,3

Kolvetni: 7,8

Trefjar: 1,7 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

naammm...þetta verð ég prófa og ég er sérstaklega hrifin af þarna 49 cal!

inam (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 12:29

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já maður... massafínar, crunchy og skemmtilegar! Nom!

Elín Helga Egilsdóttir, 6.7.2009 kl. 14:21

3 identicon

OMG.. verð bara að segja þér að þessi síða er æðisleg. Ég er einmitt alltaf að leita að nýjum holustu-uppskriftum því ég virðist ekki vera nægilega hugmyndarík sjálf. Þetta er algjör snilld hjá þér. Ég á pottþétt eftir að fylgjast með.

Kristrún (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 20:53

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Bara æðislegt ef þú getur nýtt þér eitthvað af þessu og útfært eftir þínum smekk! Til þess er leikurinn sko gerður!

Ohh, mér þykir alltaf svo geggjað að heyra svona

Takk fyrir mig, takk fyrir innlitið og vertu hjartanlega velkomin hvenær sem þú vilt

Elín Helga Egilsdóttir, 8.7.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband