Gult er gleðilegt

Hljóp 5km í morgun í þessu meiriháttar góða veðri. Enginn vindur, hlýtt og notalegt. Nákvæmlega eins og það á að vera. Var hinsvegar ekki með heitan graut í huga þegar ég steig fæti inn í gúmmulaðihellinn! 

Banana- og mango drykkurÞað er svo fínt þegar maður rótar í frystinum og finnur, sér til mikillar hamingju, niðurskornar frosnar gersemar. Eins og t.d. banana og mango. Gladdi mig óstjórnlega í morgun þegar ég fann þessa fínu gulu ávexti í felum undir wok grænmetispoka, bíðandi í örvæntingu eftir því að verða notaðir í eitthvað æðislegt!

Blandaði mér þar af leiðandi hinn fullkomna, eftir hlaups, gula sumardrykk/smoothie.  Fyrir tvo kroppa blandaði ég saman 200 gr. hreinu skyri, 1 niðurskornum frosnum banana, 1 niðurskornu frosnu mango, 1 skeið hreinu próteini, 2 msk hörfræjum og klaka. Þynnti drykkinn svo með vatni þangað til hann náði þeirri áferð sem mér þykir best. Skar niður eitt frosið jarðaber fyrir lit og hamingju. Líka endalaust gaman að bíta í frosið jarðaber inn á milli!

Þeim sem ekki þykir skyr gott geta notað jógúrt eða AB-mjólk. Jafnvel minna af skyri og notað mjólk í staðinn. Ef ég hefði verið með annan frosinn banana þá hefði ég notað hann líka. Aðallega af því að bananabragð er ofarlega á lista yfir góða hluti í minni bók og bananar gefa fullkomna áferð í svona mix. Próteininu má líka vel sleppa.

Fullkomlega fínn gulur drykkur og kisarnir ánægðir í góða veðrinu! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ ég var að velta fyrir mér hvar þú fengir þurrkað Cilantro-lauf? :)

Elín H (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Góðan daginn nafna

Fann þessi í heilsubúðinni á smáratorgi, hliðina á apótekinu. Örugglega hægt að finna þau annarsstaðar en greip mín þar úr því ég rak augun í þau.

Elín Helga Egilsdóttir, 27.6.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband