15.6.2009 | 14:00
Síðdegisviðbitið og nýtt dót
Yfirleitt fæ ég mér próteinshake, grænt monster eða skyr/jógúrt í síðdegiskaffi og ávöxt -"síðdegisviðbitið". Ég hlakka alltaf til þessa tíma dags, sérstaklega þegar ég veit að ég fæ að bíta í íískalt brakandi epli eða mjúkt, safaríkt mango. Það eru sumsé uppáhalds síðdegisávextirnir mínir að meðtöldum ýmsum gestaávöxtum sem smokra sér inn á milli af og til. Stundum blanda ég ávöxtunum í shake-inn, stundum blanda ég shake-inn sér og nýt þess að borða ávöxtinn og stundum, þegar gúmmulaðiálfurinn sparkar í rassgatið á mér, læðist ég niður í mötuneyti og ræni mér handfylli af múslí. Hohooo... múslíinu blanda ég í próteinið mitt eða skyrið...
...sker ávöxtinn niður...
...og skófla múslíblandinu upp með ávextinum. Það er, ef ávöxturinn leyfir það. Væri töluvert erfiðara að eiga við þetta með t.d. bláberjum - en þið megið reyna.
Þetta þykir mér sérstaklega gleðileg leið til að borða viðbitið mitt og góð tilbreyting. Svo er að sjálfsögðu alltaf gott að skera ávöxtinn í litla bita og hræra saman við próteinið. Létt og gott, heldur manni ansi góðum fram að kvöldmat. Það er líka miklu skemmtilegra að borða t.d. prótein og epli saman en í sitthvoru lagi. Munið þið... ís og nóakropp! Fullkomin blanda.
Annars kom móðir mín kær í óvænta heimsókn í vikunni og gaf mér.. já, gaf mér nýtt dót!
Ótrúlega fínt!! Milljón rifjárn og gleðilegheit sem sniðugt er að nota. Get ekki beðið með að nýta þetta í næstu máltíð... næstu máltíðir! Mamma er svo yndislega fín, algerlega best í heimi!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Millimál, Prótein, Snarl og pill | Breytt 23.9.2010 kl. 21:19 | Facebook
Athugasemdir
Góða mamman - ég sem hélt að ég ætti bestu mömmu í heimi :)
Þær eru reyndar bara alltaf bestar mömmurnar!
Dossa (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:29
Þín mamma er nú alls ekki slæm - ef ekki besta amman í heimi!
Elín Helga Egilsdóttir, 16.6.2009 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.