Síðdegisviðbitið og nýtt dót

Yfirleitt fæ ég mér próteinshake, grænt monster eða skyr/jógúrt í síðdegiskaffi og ávöxt -"síðdegisviðbitið". Ég hlakka alltaf til þessa tíma dags, sérstaklega þegar ég veit að ég fæ að bíta í íískalt brakandi epli eða mjúkt, safaríkt mango. Það eru sumsé uppáhalds síðdegisávextirnir mínir að meðtöldum ýmsum gestaávöxtum sem smokra sér inn á milli af og til. Stundum blanda ég ávöxtunum í shake-inn, stundum blanda ég shake-inn sér og nýt þess að borða ávöxtinn og stundum, þegar gúmmulaðiálfurinn sparkar í rassgatið á mér, læðist ég niður í mötuneyti og ræni mér handfylli af múslí. Hohooo... múslíinu blanda ég í próteinið mitt eða skyrið...

Prótein með trefjamúslí

...sker ávöxtinn niður...

Prótein með trefjamúslí og niðurskorið epli

...og skófla múslíblandinu upp með ávextinum. Það er, ef ávöxturinn leyfir það. Væri töluvert erfiðara að eiga við þetta með t.d. bláberjum - en þið megið reyna.

Prótein með trefjamúslí á eplaskeið!

Þetta þykir mér sérstaklega gleðileg leið til að borða viðbitið mitt og góð tilbreyting. Svo er að sjálfsögðu alltaf gott að skera ávöxtinn í litla bita og hræra saman við próteinið. Létt og gott, heldur manni ansi góðum fram að kvöldmat. Það er líka miklu skemmtilegra að borða t.d. prótein og epli saman en í sitthvoru lagi. Munið þið... ís og nóakropp! Fullkomin blanda.

Annars kom móðir mín kær í óvænta heimsókn í vikunni og gaf mér.. já, gaf mér nýtt dót!

Nýja ofurdótið

Ótrúlega fínt!! Milljón rifjárn og gleðilegheit sem sniðugt er að nota. Get ekki beðið með að nýta þetta í næstu máltíð... næstu máltíðir! Mamma er svo yndislega fín, algerlega best í heimi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða mamman - ég sem hélt að ég ætti bestu mömmu í heimi :)

Þær eru reyndar bara alltaf bestar mömmurnar!

Dossa (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þín mamma er nú alls ekki slæm - ef ekki besta amman í heimi!

Elín Helga Egilsdóttir, 16.6.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband