Kæld mango súpa og humar

Hornafjarðarhumar létt kryddaður og steikur á salatbeðiÞað er nú ágætt að eiga kall sem er ættaður frá Höfn. Ómælt magn af humri sem streymir inn um dyrnar hjá manni! Ég kvarta ekki... humar er uppáhalds maturinn minn!

Ég gerði kalt mango og avocado humarsalat í vetur sem kom svo skemmtilega vel út. Humarinn og mangoið áttu mjög vel saman, enda var þetta bragðgóð og, ó svo gleðileg máltíð. Ákvað því að taka smá twist á þetta og búa til mango súpu sem ég er búin að vera að hugsa um í nokkurn tíma. Köld, fersk súpa sem auðvelt er að bragðbæta að vild. Sæt, súr, sterk - virkar í allar áttir! Væri jafnvel hægt að nota hana sem "dressingu" á salöt, fisk... eða sem lítinn smakk forrétt. Setja smá skammt af súpu í staupglas og rjóma yfir! Þá þykir öllum mikið til þín koma!

Kæld mango súpa - fyrir 2 til 3 sem máltíð ásamt meðlæti

Grunnur

1 skrapað og skrælt mango, tæplega 500 grömm. Þarf að vera nokkuð vel þroskað.

1/4 bolli rúmlega, létt AB-mjólk. Má nota líka nota jógúrt eða t.d. kókosmjólk.

1/2 bolli appelsínusafi. Meira eða minna eftir smekk.

1 msk hunang

Svona er uppskriftin í grunninn. Flóknara er það ekki. Svo kemur að því að ákveða hvort súpan eigi að vera sæt, t.d. sem sósa yfir e-n girnilegan eftirrétt eða vel krydduð... þið ráðið.

Krydd

Dass kanill, múskat. Rétt þannig að bragðið finnist. En bara rétt svo.

Smá wasabi paste, eftir smekk. Jafnvel engifer. Ég notaði reyndar ekki engifer, átti ekki, en það hefði komið vel út.

Salt og pipar

Fyrst set ég grunninn, eins og hann leggur sig, í blender og hræri saman þangað til nokkuð mjúkt. Þá fer ég að bæta við kryddum og smakka mig áfram.

Kæld mango súpa

Blanda svo vel, inn á milli þess sem þú kryddar þessa elsku, þangað til súpan lítur um það bil svona út.

Kæld mango súpa

Þá er ágætt að setja hana inn í ísskáp í 1 - 2 tíma. Ég reyndar gerði það ekki, græðgin alveg að drepa mig. En allt sem ég notaði var búið að vera inn í ísskáp, mangoið, AB-mjólkin og safinn, svo þetta slapp bara vel. Ég tók mig svo til og skreytti súpudiskinn með AB-mjólk. Svona er maður svaðalega pro.

Kæld mango súpa

Nokkrum humarskottum komið vel fyrir ofan á súpunni og smá kóríander yfir.

Kæld mango súpa með humri

Svei mér þá. Þetta fannst mér geggjaðslega gott. Súpan er að sjálfsögðu ein og sér ótrúlega góð og kom mjög skemmtilega á óvart. Súrt, sætt bragðið af mango með smá keim af appelsínusafanum. Létt AB-mjólkin gerir skemmtilega áferð, mjúka og rjómakennda. Meiriháttar fersk og fín! Í hverju smakki veist þú að það er kanill í súpunni, múskatið rétt læðir sér með og í enda hvers bita sparkar wasabíið vel í bragðlaukana! Ég ætla svo sannarlega að leika mér með þetta í sumar. Svo ferskt og bragðgott. Hægt að nýta þetta á marga mismunandi vegu! Sérlega ánægð með að hafa látið á þetta vaða.

Kæld mango súpa með humri

Humarinn og súpan saman virkuðu vel fyrir mig. Ég kryddaði humarinn með fiskikryddi, smá wasabi salti og pipar, og steikti upp úr örlítilli olíu. Þessi tvenna á góða samleið. Næst þegar ég geri þetta kem ég þó til með að hafa humarinn kaldan og skera í smærri bita. Kryddið af humrinum, seltan á móti sætri súpunni var skemmtileg og yfirgnæfði ekki sætt bragðið af kjötinu. Svo kom að sjálfsögðu wasabi bragðið í endann með hint af kanil, löngu eftir að súra bragðið af mangoinu var farið. Ohh þvílíkt nammi!

Kæld mango súpa með humri

Humarinn sem var svo ekki notaður í súpuna hvíldi sig á salatbeði, þó ekki í langan tíma því hann kláraðist á mettíma. Úff... mikið ofboðslega er humar góður.

Eðal humar, léttilega kryddaður og steikur.

Að sjálfsögðu fékk ég mér sætan bita eftir matinn. Keypti mér ferskar döðlur í Bónus um daginn, þær eru æði. Skar steininn úr einni, setti inn í hana macadamia hnetu, súkkulaðibita og smá hnetusmjör! Alveg hægt að sleppa sér í svona nammiáti! Mælimeð'essu!

Fersk daðla með macadamia hnetu, dökku súkkulaði og hnetusmjöri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Wadda hell ...... ertu núna farin að skreyta þetta allt sammen eins og pró! 

Næsta stop - Top Chef í USA og svo - sigra heiminn :)

Dossa (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahaha.. held það sé ansi langt í að það gerist... ef einhverntíman! En jú, sigra heiminn svo fremi sem það verið búið að finna upp pillur fyrir langlífi! :)

Elín Helga Egilsdóttir, 10.6.2009 kl. 23:07

3 identicon

Yummí, hvað þetta er svaðalega girnilegt hjá þér :)

R (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:07

4 identicon

Úúúúúú...litla skottið mitt farin að elda glæsimat:)

Þú kemur í púðursykurkjúkling til mín um helgina,,,ja?

Þetta er skemmtilegt.

La mama grande.

mamma (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 08:18

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Mömmumatur... bezt í heimi!! Já, ég kem sko í kjúlla um helgina :)

Elín Helga Egilsdóttir, 11.6.2009 kl. 08:27

6 identicon

Ég skal líka koma í kjúlla um helgina :) muhahahaha

dossa (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 10:55

7 Smámynd: Elín Helgadóttir

Hvað er wasabi paste ?  

Elín Helgadóttir, 11.6.2009 kl. 13:27

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæl

Wasabi paste er í raun wasabi mauk. Mig minnir að ég hafði verslað mitt í Hagkaup. Kemur í túbum, grænt á litinn. http://www.gourmetsleuth.com/images/wasabi_paste2.jpg

Svipað þessu

Elín Helga Egilsdóttir, 11.6.2009 kl. 14:17

9 identicon

Wasabi er semsagt japönsk piparrót og úr henni er maukið unnið:)

mamma (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 15:49

10 identicon

Hey! Top chef er góóóð hugmynd!!! Elínu í það!

Erna (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 17:45

11 Smámynd: Elín Helgadóttir

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Elín og þú 'mamma' líka.

Þetta er magnað blogg hjá þér.  Ég er farin að setja kanil út á hafragrautinn minn því ég varð að kanna það hvort það væri eins gott og þú lést í veður vaka og jamm það var algjört jömm...

Elín Helgadóttir, 12.6.2009 kl. 15:28

12 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ji já, það var nú mest lítið og þakka þér kærlega fyrir.

Ohh já, grautur og kanillinn góði. Ég er háð þessari tvennu, segi það satt. Eins og jarðaber og súkkulaði :)

Elín Helga Egilsdóttir, 12.6.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband