7.6.2009 | 13:28
Ofnbakaður hafragrautur með banana og eplum
Hafragrautsfólk - þetta er eitthvað sem þið verðið að prófa!
Enn ein leið til að njóta þess að borða uppáhalds morgunmatinn minn. Svo einfalt, svo fljótlegt, svo syndsamlega gott! Vá! Væri jafnvel hægt að leggja yfir þetta skinku og brjóta yfir egg eða eggjahvítur! Ábyggilega sjúklega gott - það er næst á dagskrá!
Ofnbakaður epla og banana hafragrautur - Fyrir 4
1/2 jonagold epli, nú eða bara eitthvað frábært epli.
2 bollar hafrar
1 tsk lyftiduft
smá salt
smá múskat, má sleppa
Blautt:
1 egg, hrært
1 stappaður, vel þroskaður banani
1 tsk vanilludropar
1,5 bollar undanrenna/fjörmjólk/hrísmjólk/möndlumjólk/sojamjólk...
Aðferð:
Hita ofn í 175 gráður. Skera epli í sneiðar og leggja til hliðar. Blanda blautu í þurrt.... finnst eins og ég þurfi að skrifa eitthvað meira hérna en flóknara er það nú ekki!
Samsetning:
Hella helmingnum af blöndunni í eldfast mót. Líka hægt að setja bökunarpappír í mótið, þá er auðveldara að skera grautinn í fallegar sneiðar. En þarf ekki.
Raða eplasneiðum ofan á gumsið og strá eins mikið af kanil yfir þær og kanilsjúklingurinn hið innra leyfir. Ég er konungur kanilsins svo ég sturtaði ansi vel yfir eplin.
Hella rest af hafragumsi yfir og raða banansneiðum þar ofaná og beint inn í ofn í 30 mínútur. Ef þú vilt vera góð(ur) við sjálfan þig þá hafa þetta í 26 mínútur inni, strá smá púðursykri yfir og grilla síðustu 4 mínúturnar. Om nom!
Borða rest af epli á meðan grauturinn er að eldast.
Taka graut út úr ofni og dáðst að meistaraverkinu!
Dáðst aðeins meira....
...aaaaaðeins meira! Ohh men hvað þetta lítur vel út!
Hræra saman próteindrykk úr frosnum jarðaberjum, hreinu próteini, vatni og hörfræjum.
Setja grautarsneið á disk, smá slettu af skyri og bláber. Borða hægt og njóta vel! Setja svo restina í ísskáp og borða í morgunmat daginn eftir. Get ekki beðið!
Þetta var helvíti gott! Mikið ógeðslega er ég ánægð með sjálfa mig ákkúrat núna! Grauturinn varð smá karamellukenndur og áferðin skemmtileg. Stökkur toppur og mjúkt innvols með einstaka crunchy epli inn á milli. Holy moly sko! Æðislegt að borða graut á þennan hátt! Væri líka hægt að pimpa þetta upp með hnetum og döðlum og allskonar gúmmulaði! Allir að prófa - þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur, Hafragrautur, Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 21:14 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er án efa heimsins besti hafragrautur... Ofnbökunin er snilld gefur þessu gott crunch ofan á, en samt er hann mjúkur og djúsí innan í.
*yum* ef spartverjar hefðu haft þetta til að kjamsa á, þá hefðu þeir bara þurft að vera 100 en ekki í 300 í baráttu sinni við vonda manninn á fílnum.
Nafnlaus bleyða (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:44
Vahh.. helv. snögg- eldað og svarað! Svo grunsó að ég fór í yfirheirsluham og tók Palla fyrir. Palli er bleyðan, enda át hann grautinn hratt og mjög svo örugglega!
Flott Palli... flott!
Elín Helga Egilsdóttir, 7.6.2009 kl. 14:52
Muhahaha - gotta them nameless bleyðs ;)
Dossa (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.